Fleiri ríki fái aðild að samningnum

Ráðherr­ar viðskipta­mála níu ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins rituðu grein í breska viðskipta­blaðið Fin­ancial Times í gær um yf­ir­stand­andi fríversl­un­ar­viðræður á milli sam­bands­ins og Banda­ríkj­anna. Þar hvetja ráðherr­arn­ir til þess að samn­ingsaðilar missi ekki sjón­ar af því hversu mik­il­vægt það sé fyr­ir hags­muni beggja aðila að ná sam­komu­lagi.

Ráðherr­arn­ir taka enn­frem­ur fram að þeir telji að áhrif fríversl­un­ar­viðræðnanna verði já­kvæð á alþjóðaviðskipta­kerfið í heild og vísa í rann­sókn­ir þess efn­is. Þá hafi nokkr­ar af viðskiptaþjóðum Banda­ríkj­anna og Evr­ópu­sam­bands­ins lýst áhuga á mögu­leg­um fríversl­un­ar­samn­ingi og leggja þeir áherslu á að fleiri ríkj­um verði gert kleift að ger­ast aðilar að samn­ingn­um.

„Mik­il­vægt er að horfa til þess að nokkr­ar viðskiptaþjóðir Evr­ópu­sam­bands­ins og Banda­ríkj­anna hafa lýst yfir áhuga sín­um á fríversl­un­ar­samn­ingn­um. Rann­sókn­ir sýna að já­kvæð efna­hags­leg áhrif hans nái langt út fyr­ir hag­kerfi Evr­ópu­sam­bands­ins og Banda­ríkj­anna. Við mun­um vinna af heil­um hug að því að fleiri ríkj­um verði gert kleift að ger­ast aðilar að samn­ingn­um.“

Und­ir grein­ina rita Ewa Björling viðskiptaráðherra Svíþjóðar, Mo­gens Jen­sen viðskiptaráðherra Dan­merk­ur, Al­ex­and­er Stubb ráðherra Evr­ópu­mála og ut­an­rík­is­viðskipta í rík­is­stjórn Finn­lands, Ian Li­ving­st­on viðskiptaráðherra Bret­lands, Jaime García-Legaz Ponce viðskiptaráðherra Spán­ar, Li­li­anne Plou­men, ráðherra ut­an­rík­is­viðskipta í hol­lensku rík­is­stjórn­inni, Rich­ard Brut­on at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðherra Írlands, Car­lo Ca­lenda aðstoðarviðskiptaráðherra Ítal­íu og Janek Mlá­dek iðnaðar- og viðskiptaráðherra Tékk­lands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert