Framkoman í Biggest Loser teldist brotleg

Í þáttunum Biggest Loser er keppt í því að léttast …
Í þáttunum Biggest Loser er keppt í því að léttast sem mest.

„Keppni þar sem áhersl­an er á að missa sem mest­an þunga á sem skemmst­um tíma sam­rým­ist ekki fag­leg­um áhersl­um,“ seg­ir Sigrún Daní­els­dótt­ir, sál­fræðing­ur og formaður Sam­taka um lík­ams­virðingu. 

„Það er talað um að fyrst og fremst sé verið að hjálpa fólki til betra lífs og betri heilsu, en þyngd­artapið er þó látið ráða úr­slit­um. Fólk ætti frek­ar að horfa til annarra þátta, líkt og betri heilsu­fars­legra mæl­inga og betri líðanar, en það væri ef­laust ekki mjög áhuga­vert sjón­varps­efni. Það telst lík­lega ekki mjög áhuga­vert að heyra ein­hvern hrópa: „Farðu vel með þig!““ seg­ir Sigrún.

Sjö fé­lög sendu í gær frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem lögð var áhersla á að þætt­irn­ir hefðu aldrei hlotið vott­un ís­lensks fag­fólks, þótt því virðist þvert á móti haldið fram í kynn­ing­ar­efni um þátt­inn og segi meðal ann­ars á heimasíðu Skjás­ins.

„Verið er að aug­lýsa þætt­ina líkt og þeir hafi fengið ein­hvern gæðastimp­il frá fag­fólki, en við vilj­um taka fram að það á ekki við um fag­fólk á Íslandi,“ seg­ir Sigrún.

Hún tek­ur fram að verið sé að gagn­rýna það sem komi fram í þátt­un­um. „Við erum alls ekki að gagn­rýna kepp­end­ur eða það sem fer fram á bak við tjöld­in. Það er verið að búa til ákveðið sjón­varp þar sem við gagn­rýn­um ákveðin atriði, þar sem því er haldið fram að fag­fólk leggi bless­un sína yfir það. Flest­ir hljóta að átta sig á því að við mynd­um ekki sætta okk­ur við þannig fram­komu frá sál­fræðingi eða lækni, þar sem hann segði skjól­stæðingi að hætta að væla og drulla sér í rækt­ina. Svona myndi heil­brigðis­starfs­fólk ekki hegða sér, og ef það gerði það teld­ist það brot á siðaregl­um og brot á lög­um sem kveða á um að skjól­stæðing­um skuli sýna virðingu,“ seg­ir hún.

Fólk ætti frekar að horfa til betri heilsufarslegra mælinga og …
Fólk ætti frek­ar að horfa til betri heilsu­fars­legra mæl­inga og betri líðan held­ur en að ein­blína á þyngd­artap, seg­ir formaður Sam­taka um lík­ams­virðingu. Árni Sæ­berg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert