Fríverslunarviðræður við Rússa á ís

mbl.is

Fríversl­un­ar­sam­tök Evr­ópu (EFTA) hafa sett fríversl­un­ar­viðræður við Rúss­land á ís vegna fram­göngu rúss­neskra stjórn­valda á Krímskaga. Þetta kem­ur fram í frétt AP-frétta­veit­unn­ar í dag og haft eft­ir Eskil Si­vertsen, tals­manni norska ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins. Enn­frem­ur seg­ir að frétt­in hafi verið staðfest af ut­an­rík­is­ráðuneyti Íslands.

Fjög­ur ríki eiga aðild að EFTA, Nor­eg­ur, Ísland, Sviss og Liechten­stein. Fríversl­un­ar­viðræður við Rúss­land, Hvíta-Rúss­land og Kasakst­an hafa staðið yfir frá ár­inu 2011 og eru viðræðurn­ar langt komn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert