Fái frið til þess að finna lausn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Rík­is­stjórn­in hef­ur að sjálf­sögðu sett sig inn í þetta mál og fylg­ist með. En for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins sem um ræðir að hann og fyr­ir­tækið sé að vinna með heima­mönn­um á hverj­um stað að ná niður­stöðu sem verði ásætt­an­leg fyr­ir alla, að minnsta kosti sem flesta, og tryggja að það verði eng­inn at­vinnum­iss­ir sem leiði af þessu. Við von­um að sjálf­sögðu að sem best gangi í þeirri vinnu og hún skili sem mest­um ár­angri.“

Þetta sagði Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráðherra, í svari við fyr­ir­spurn frá Stein­grími J. Sig­fús­syni, þing­manni Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, á Alþingi í dag varðandi þau áform útgerðarfyr­ir­tæk­is­ins Vís­is að flytja alla fisk­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins í áföng­um til Grinda­vík­ur en starfs­stöðvar þess á Djúpa­vogi, Þing­eyri og Húsa­vík leggj­ast þar með af. Stein­grím­ur spurði ráðherr­ann hvernig rík­is­stjórn­in ætlaði að beita sér í mál­inu og minnti hann á að tvö af byggðarlög­un­um væru í hans kjör­dæmi.

„Hvað varðar fram­haldið þá er þetta kannski áminn­ing um mik­il­vægi þess að hér sé komið á fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfi og gjald­töku vegna fisk­veiða sem hvet­ur ekki til samþjöpp­un­ar í grein­inni og neyðir fyr­ir­tæki til þess að ná ein­hvers kon­ar há­marks­hagræðingu sem get­ur bitnað á byggðunum allt í kring­um landið. Það var ein­mitt gall­inn á þeim breyt­ing­um sem gerðar voru á síðasta kjör­tíma­bili, svo ekki sé minnst á þær breyt­ing­ar sem reynt var að inn­leiða, að þær ýttu mjög und­ir samþjöpp­un í grein­inni, veiktu stöðu minni fyr­ir­tækja og þar með líka minni byggðalaga,“ sagði Sig­mund­ur.

Stjórn­völd hlytu ann­ars að gefa út­gerðafyr­ir­tæk­inu Vísi og viðsemj­end­um þess frið til þess að finna lausn á mál­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert