Sinnuleysi stjórnvalda vonbrigði

Sveitarstjórn Djúpavogs krefst þess að tryggðar verði sambærilegar aflaheimildir og …
Sveitarstjórn Djúpavogs krefst þess að tryggðar verði sambærilegar aflaheimildir og hverfa úr byggðarlaginu með Vísi hf. mbl.is/Sigurður Bogi

„Það þarf enga brot­hætta byggð til þess að það sé áfall þegar 25-30% af vinnu­afl­inu miss­ir mögu­lega vinn­una. Það væri högg fyr­ir hvaða sveit­ar­fé­lag sem er,“ seg­ir Gauti Jó­hann­es­son sveit­ar­stjóri á Djúpa­vogi. Horf­ur eru á að 30 starfs­menn Vís­is hf í bæn­um flytji burt.

Á Djúpa­vogi búa um 470 manns. Um 50 manns á staðnum vinna hjá Vísi hf., sem hyggst nú flytja alla fisk­vinnslu sína til Grinda­vík­ur. Þar af hafa um 30 manns skráð sig á lista fyr­ir­tæk­is­ins um að þiggja til­boð um að fylgja því, flytja burt og halda þar með vinn­unni. Um 40 manns á Húsa­vík hafa gert slíkt hið sama, sam­kvæmt því sem fram kom á Alþingi í gær.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, þingmaður Vinstri grænna í norðaust­ur­kjör­dæmi, kallaði þetta „stór­kost­leg­ustu hreppa­flutn­inga síðari tíma“ og sagðist sakna þess að stjórn­völd láti ekki bet­ur til sín taka í mál­inu.

Gauti tek­ur und­ir þetta. „Umræðan um þessi mál hef­ur ekki verið mik­il og það sem stend­ur upp úr hvað okk­ur varðar er hvað viðbrögð þing­manna hafa verið lít­il, því að gangi þetta eft­ir, þá er um grafal­var­legt mál að ræða og ég hefði von­ast eft­ir mark­viss­ari inn­komu stjórn­valda fyrr.“

Á sveit­ar­stjórn­ar­fundi Djúpa­vogs­hrepps nú fyr­ir helgi var samþykkt bók­un þar sem þess var kraf­ist að stjórn­völd grípi nú þegar til aðgerða „svo af­stýra megi meiri­hátt­ar bak­slagi í veiðum og fisk­vinnslu á Djúpa­vogi.“ Þar er bent á að þetta sé í annað sinn á fáum árum sem hrepp­ur­inn verður fyr­ir miklu höggi í sjáv­ar­út­vegi, því árið 2006 hvarf öll upp­sjáv­ar­vinnsla af svæðinu.

„Sveit­ar­stjórn krefst þess af stjórn­völd­um að nú þegar verði tryggðar sam­bæri­leg­ar afla­heim­ild­ir og fyr­ir­sjá­an­legt er að hverfi úr byggðarlag­inu til að [af­stýra] hruni í bol­fisk­vinnslu á Djúpa­vogi,“ seg­ir í álykt­un­inni.

Einn stjórn­arþingmaður mætti á fund

Ítrekað hef­ur verið reynt að ná stjórn­arþing­mönn­um kjör­dæm­is­ins sam­an til fund­ar ásamt sjáv­ar­út­vegs­ráðherra vegna stöðunn­ar en án ár­ang­urs. Gauti seg­ir að fjór­ir þing­menn hafi mætt til fund­ar sem Sam­tök sveit­ar­fé­laga á Aust­ur­landi boðuðu vegna máls­ins, þar af einn úr stjórn­ar­liðinu.

„Það var nátt­úr­lega mun minni mæt­ing held­ur en all­ir höfðu von­ast til, í ljósi þess hvað þetta er í raun og veru stórt mál,“ seg­ir Gauti. Í kjöl­far sveit­ar­stjórn­ar­fund­ar­ins í síðustu viku sendi hann út boð til þing­manna um að koma aust­ur sem fyrst, en Gauti seg­ir lít­il viðbrögð hafa verið við því.

Ekki brot­hætt­ari en aðrar byggðir

Þótt málið sé al­var­legt fyr­ir byggðarlagið gagn­rýn­ir Gauti hvernig því hef­ur verið stillt upp í umræðunni. „Ég hafna því al­farið að við séum til­greind sér­stak­lega sem „brot­hætt byggð“ eins og gert hef­ur verið.“

Hann seg­ir Djúpa­vog skera sig úr sveit­ar­fé­lög­um á Aust­ur­landi sök­um fólks­fjölg­un­ar þar. At­vinnu­ástand hafi verið gott og 8,2% íbúa séu börn 5 ára og yngri; það er yfir landsmeðaltal­inu sem er um 7%.

„Það þarf enga brot­hætta byggð til þess að líta á það sem áfall þegar 25-30% af vinnu­afl­inu mögu­lega miss­ir vinn­una. Það væri högg fyr­ir hvaða sveit­ar­fé­lag sem er í þeirri stöðu, settu bara Kópa­vog í þetta sam­hengi eða hvaða bæ sem er. Við erum þá öll brot­hætt ef það er til­fellið.“

Aðspurður hvort þeir sem hyggi á brott­flutn­ing í bæn­um myndu vilja vera um kyrrt hefðu þeir þess kost seg­ist Gauti ekki geta talað fyr­ir hönd annarra. Hins­veg­ar líti sveit­ar­stjórn­in svo á að málið hafi enn ekki verið leitt til lykta, en aðgerðir þurfi að koma sem fyrst. 

„Þessi óvissa er ekki góð og því fyrr sem þetta mál verður leitt til lykta, hvernig sem það verður, því betra.“

Sjá einnig:

70 starfs­menn flytja til Grinda­vík­ur

Aðgerðir Vís­is veru­leg von­brigði

Fái frið til þess að finna lausn

Vís­ir vill milda áhrif­in af flutn­ing­un­um

Vís­ir „ber mikla sam­fé­lags­lega ábyrgð“

Skora á Vísi að hætta við áformin

Hryggj­ar­stykki sjáv­arþorp­anna að bresta

„Þetta er áfall“

„Hryggj­ar­stykkið í at­vinnu­líf­inu á Djúpa­vogi“

Öll starf­semi Vís­is til Grinda­vík­ur

Fjöldi fólks flutti aftur á Djúpavog að loknu námi og …
Fjöldi fólks flutti aft­ur á Djúpa­vog að loknu námi og er hlut­fall barna í sveit­ar­fé­lag­inu hátt. mbl.is/​Golli
Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á Djúpavogi.
Gauti Jó­hann­es­son, sveit­ar­stjóri á Djúpa­vogi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka