Þyrftu mörg að rífa sig upp með rótum

Frá höfninni á Djúpavogi. Fiskvinnsla Vísis er einn stærsti vinnustaður …
Frá höfninni á Djúpavogi. Fiskvinnsla Vísis er einn stærsti vinnustaður hreppsins. mbl.is/Golli

„Það er mjög óákveðið hvað er framund­an hjá fólki, en það er alla­vega vitað mál að fólki mun fækka hér,“ seg­ir Reyn­ir Arn­órs­son, trúnaðarmaður starfs­manna Vís­is hf. á Djúpa­vogi.

Á Djúpa­vogi starfa um 50 manns við fisk­vinnslu hjá Vísi hf., sem stefn­ir á að flytja starf­semi sína til Grinda­vík­ur. Starfs­fólki hef­ur verið boðið að fylgja fyr­ir­tæk­inu burt og flytja til Grinda­vík­ur. 

Hluti af sam­fé­lag­inu þótt það sé aðkomu­fólk

Aðspurður seg­ir Reyn­ir það orðum aukið að fyr­ir liggi 30 manna listi yfir starfs­menn sem ætli að flytja burt, sum­ir geti hugsað sér að flytja en aðrir ekki og marg­ir hafi ekki tekið end­an­lega ákvörðun um það. Hann ját­ar því að óviss­an sé óþægi­leg.

„Hér er nátt­úru­lega hell­ing­ur af fólki sem þyrfti að rífa sig upp frá sín­um heima­hög­um og fast­eign­um að auki. Það er ekki þannig að menn hlaupi bara til Grinda­vík­ur með glöðu geði. Hér er fólk með fjöl­skyld­ur, hvort sem það eru út­lend­ing­ar eða Íslend­ing­ar, og með börn bæði í skóla og leik­skóla.“

Reyn­ir seg­ir það rangt sem haldið hef­ur verið fram í umræðunni, að meiri­hluti starfs­fólks í fisk­vinnsl­unni sé út­lend­ing­ar eða er­lend­ir far­and­verka­menn sem geti auðveld­lega flutt sig úr stað.

„Er aðkomumaður út­lend­ing­ur ef hann er bú­inn að vera á Djúpa­vogi eða á Íslandi í 10, 14 ár? Þetta er fólk sem er með ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt og ætl­ar að vera á Íslandi, þetta eru Íslend­ing­ar. Auðvitað eru ein­verj­ir ein­stak­ling­ar inn á milli sem koma til að vinna tíma­bundið, en hér er fólk sem er búið að vera hér í fjölda ára og er hluti af sam­fé­lag­inu.“

Ekki verið að skella al­veg í lás

Full­trúi frá Vísi hf. kem­ur á Djúpa­vog í næstu viku til að fara yfir stöðu mála með starfs­fólki og ræða fram­haldið. Eins og staðan er núna seg­ir Reyn­ir að eng­in end­an­leg tala sé kom­in á það hverj­ir fara suður, né hvenær.

„Vís­ir stefn­ir á að reka hér áfram slátrun á lax og sil­ung úr fisk­eldi og þar munu ein­hverj­ir halda áfram störf­um, þannig að í raun og veru er ekki verið að skella hér al­veg í lás þótt það þurfi að fækka starfs­fólki. “

Sem stend­ur sé þó biðstaða hjá flest­um á meðan þess sé beðið að mynd­in skýrist af hálfu Vís­is. „Þau ætla að miðla til okk­ar upp­lýs­ing­um, en það er verið að ganga þarna frá þrem­ur fyr­ir­tækj­um sem er ekki gert einn, tveir og bingó. Ég hef ekki trú á því að það sé með glöðu geði sem þeir fara á milli og til­kynna fólki um þetta.“

Gáttaður á þing­mönn­um kjör­dæm­is­ins

Reyn­ir tek­ur und­ir með Gauta Jó­hann­es­syni, sveit­ar­stjóra á Djúpa­vogi, sem lýsti í sam­tali við mbl.is í morg­un von­brigðum með sinnu­leysi stjórn­valda í mál­inu. 

„Menn eru mjög ósátt­ir við þá lít­ilsvirðingu sem þing­menn sýna okk­ur með því að sýna eng­an áhuga á að koma hér. Það er einn þingmaður sem gerði sér ferð hingað til okk­ar á Djúpa­vog, og það var Stein­grím­ur sem skoðaði fyr­ir­tækið al­veg frá A til Ö. Maður er bara gáttaður á þessu.“

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra er þingmaður norðaust­ur­kjör­dæm­is. Hann gaf sér ekki tíma til að mæta á fund sem Sam­tök sveit­ar­fé­laga á Aust­ur­landi buðu til og raun­ar mættu aðeins fjór­ir þing­men, þar af einn úr stjórn­ar­liðinu.

„Núna eru ekki kosn­ing­ar til Alþing­is, en það er al­veg á hreinu að þegar menn koma ríðandi um landið til að redda sér at­kvæðum fyr­ir næstu kosn­ing­ar, þá verðum við ekki búin að gleyma þessu.“

Sjávarútvegur - löndun - kvóti - fiskur - sjómenn - …
Sjáv­ar­út­veg­ur - lönd­un - kvóti - fisk­ur - sjó­menn - Djúpa­vog­ur mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son
Um 470 manns búa á Djúpavogi. Þar af hafa um …
Um 470 manns búa á Djúpa­vogi. Þar af hafa um 50 starfað við fisk­vinnslu hjá Vísi hf. mbl.is/​Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert