Vilja vera dæmdir af verkum sínum

Höfnin er hjarta bæjarins í Djúpavogi og þar er starfsemi …
Höfnin er hjarta bæjarins í Djúpavogi og þar er starfsemi Vísis hf. áberandi. mbl.is/Golli

„Við lít­um á þetta sem al­veg heils­ár­s­verk­efni að koma þessu sæmi­lega frá okk­ur og leggj­um metnað okk­ar í að viðskilnaður­inn verði sem best­ur,“ seg­ir Pét­ur Haf­steinn Páls­son fram­kvæmda­stjóri Vís­is hf. um brott­flutn­ing á fisk­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins úr þrem­ur sjáv­ar­pláss­um til Grinda­vík­ur.

Mánuður er nú liðin síðan fyr­ir­ætlan­irn­ar voru fyrst kynnt­ar. Mörg­um var mjög brugðið og enn rík­ir tals­verð óvissa um hve margt starfs­fólk muni fylgja starf­sem­inni og flytja burt af sín­um heima­slóðum, með til­heyr­andi höggi fyr­ir fá­menn sveit­ar­fé­lög.

Pét­ur seg­ir að mál­in séu að skýr­ast dag frá degi og hann sé sjálf­ur bjarstsýnni nú en fyr­ir mánuði síðan að hægt verði að leysa mál­in far­sæl­lega á hverj­um stað.

„Vit­um tals­vert um fólkið okk­ar“

Greint hef­ur verið frá því að um 30 af 50 starfs­mönn­um Vís­is á Djúpa­vogi hygg­ist flytja burt, en það er um 20-30% af vinnu­afli hrepps­ins, þar sem búa tæp 470 manns. 

Pét­ur seg­ir það þó ein­föld­un að 30 starfs­menn hafi skráð sig á lista um að þiggja til­boð um bú­ferla­flutn­inga, eins og Stein­grím­ur J. Sig­fús­son sagði á Alþingi í gær. Hins­veg­ar hafi verið rætt við starfs­menn einn af öðrum til að kanna hvernig mál­in horfi við þeim. Rauði þráður­inn hafi frá upp­hafi verið að bjóða fólki ým­ist sömu vinnu á nýj­um stað, eða nýja vinnu á sama stað.

„Staðan er þannig á Djúpa­vogi að um helm­ing­ur af starfs­fólk­inu tel­ur sér fært að flytja sig um set með fyr­ir­tæk­inu. Þetta er nokk­urn veg­inn eft­ir þeirri áætl­un sem við gerðum í upp­hafi. Við vit­um tals­vert um fólkið okk­ar og þótt­umst vita að það væri um helm­ing­ur sem ætti erfitt með að færa sig um set.“

Starf­sem­in verður óbreytt á Djúpa­vogi fram að sum­ar­fríi, en eft­ir sum­ar­frí verður fisk­vinnsl­an flutt, ásamt því starfs­fólki sem vill fylgja með. Ný starf­semi tek­ur við af þeirri sem hverf­ur, með blönduðum störf­um í þorski og slátrun á eld­is­fiski, þar sem þeir sem eft­ir verða á Djúpa­vogi geta unnið áfram.

„Mál­in á Djúpa­vogi eru ekki al­veg frá­geng­in til lengri tíma, en þannig för­um við af stað inn í haustið,“ seg­ir Pét­ur. „Ef aðstæður breyt­ast þá skoðum við það, eft­ir því sem kaup­in ger­ast á eyr­inni. Það er eng­inn starfsmaður bú­inn að skuld­binda sig til neins. Fólk get­ur gripið til þeirra ráðstaf­ana sem pass­ar þeim best og við reyn­um að hjálpa öll­um við það.“

Varp­ar ekki ábyrgðinni á stjórn­völd

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son kallaði í gær eft­ir mót­vægisaðgerðum í sveit­ar­fé­lög­un­um sem um ræður og furðaði sig á því að stjórn­völd láti ekki bet­ur til sín taka. Gauti Jó­hann­es­son, sveit­ar­stjóri á Djúpa­vogi, lýsti sömu­leiðis von­brigðum með sinnu­leysi stjórn­valda í morg­un því fáir þing­menn hafi sýnt áhuga á að kynna sér málið með því að þekkj­ast boð um fund á Aust­ur­landi.

Aðspurður hvort hann telji stjórn­völd eiga að hafa meiri aðkomu að mál­inu seg­ist Pét­ur ekki viss um að þau geti gripið til beinna aðgerða eins og mál­in standa, en ættu hins­veg­ar að fylgj­ast vel með.

„Ég kasta ekki ábyrgðinni á ríkið um að það eigi að redda þessu. En ég veit að byggðastofn­un fylg­ist með og stjórn­völd ættu að vera á hliðarlín­unni, hlusta á það sem kem­ur fram og vera til­bú­in að taka við er­ind­um sem ber­ast þegar þeir sem vinna að lausn þess­ara mála eru til­bún­ir að láta eitt­hvað ger­ast.“

Meðal þess sem hef­ur verið í skoðun er mögu­leg upp­bygg­ing nýrra starfa í sveit­ar­fé­lög­un­um, í sam­vinnu við Íslenska sjáv­ar­klas­ann (sam­starfs­vett­vang fyr­ir­tækja í haf­tengdri starf­semi). 

Pét­ur seg­ir Vísi einnig vera í sam­bandi við aðila við ýms­ar hug­mynd­ir, m.a. um að nýta hús­in sem fyr­ir­tækið skil­ur eft­ir. „Þetta tek­ur allt tíma en það er margt að ger­ast sem af eðli­leg­um ástæðum er ekki hægt að segja frá strax.“

Vilja vera dæmd­ir af verk­um sín­um

Nú er unnið að því að hjálpa þeim sem vilja flytj­ast til Grinda­vík­ur að finna þar hús­næði og hafa m.a. verið fest­ar 5 íbúðir í blokk sem þar hef­ur staðið nán­ast tóm í mörg ár. Pét­ur árétt­ir þó að Vís­ir hf. sé ekki að kaupa hús­næði held­ur hafa milli­göngu um að hjálpa fólki að skoða hvað sé í boði.

„Það er mjög gam­an að vinna að því að byggja þetta upp í Grinda­vík. Það er skemmti­lega hliðin, en áskor­un­in felst í því að skilja vel við og styðja við bakið á þeim sem ekki geta komið með okk­ur. Og við vilj­um vera dæmd­ir af þeim verk­um í lok­in.“

Siglt heim til hafnar á Djúpavogi.
Siglt heim til hafn­ar á Djúpa­vogi. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son
Pétur Hafsteinn Pálsson er framkvæmdastjóri Vísis hf.
Pét­ur Haf­steinn Páls­son er fram­kvæmda­stjóri Vís­is hf. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka