Starfsfólkið enn í óvissu

Frá Húsavík.
Frá Húsavík. mbl.is/Rax

„Fólk er ennþá í áfalli. Við reyn­um að gera okk­ar besta til að hlúa að því og sjá hvað við get­um gert til að láta það fá trú á framtíðina,“ seg­ir Berg­ur Elías Ágústs­son, bæj­ar­stjóri á Húsa­vík, um stöðu starfs­manna Vís­is. Hann seg­ir að sveit­ar­fé­lagið sé að reyna að skapa störf svo starfs­fólkið hafi að ein­hverju að hverfa.

Enn er tals­verð óvissa hjá starfs­fólki Vís­is á Þing­eyri, Húsa­vík og Djúpa­vogi vegna þeirr­ar ákvörðunar fyr­ir­tæk­is­ins að flytja fisk­vinnslu frá þess­um stöðum til Grinda­vík­ur. Um 50 starfs­menn eru á hverj­um stað.

Fyr­ir­tækið hef­ur lýst því yfir að það muni leit­ast við að finna önn­ur verk­efni fyr­ir hluta starfs­fólks­ins á stöðunum en fólki er jafn­framt boðin vinna í Grind­vík og aðstoð við að koma sér fyr­ir. Fram hef­ur komið að 40 starfs­menn Vís­is á Húsa­vík hafi skrifað sig á lista yfir starfs­fólk sem væri til­búið að fara til Grinda­vík­ur og 30 á Djúpa­vogi.

Flytja ekki með glöðu geði

„Það er mjög óákveðið hvað er framund­an hjá fólki, en það er alla­vega vitað mál að fólki mun fækka hér,“ seg­ir Reyn­ir Arn­órs­son, trúnaðarmaður starfs­manna Vís­is á Djúpa­vogi. „Hér er nátt­úru­lega hell­ing­ur af fólki sem þyrfti að rífa sig upp frá sín­um heima­hög­um og fast­eign­um að auki. Það er ekki þannig að menn hlaupi bara til Grinda­vík­ur með glöðu geði. Hér er fólk með fjöl­skyld­ur, hvort sem það eru út­lend­ing­ar eða Íslend­ing­ar, og með börn bæði í skóla og leik­skóla.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert