Telja gjörning Vísis ólöglegan

Frá höfninni á Húsavík.
Frá höfninni á Húsavík. mbl.is/Golli

Fram­sýn, stétt­ar­fé­lag, mun eiga fund með Vinnu­mála­stofn­un og lög­fræðing­um fé­lags­ins í næstu viku þar sem fé­lagið tel­ur ólög­legt að fisk­vinnslu­fyr­ir­tækið Vís­ir hf., beini starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is á at­vinnu­leys­is­bæt­ur frá og með 1. maí í stað þess að greiða þeim kjara­samn­ings­bund­inn upp­sagn­ar­frest.

Eins og fram hef­ur komið ákvað Vís­ir hf. að loka starfstöð fyr­ir­tæk­is­ins á Húsa­vík með mánaðar fyr­ir­vara og var síðasti vinnslu­dag­ur í fyr­ir­tæk­inu síðasta fimmtu­dag. Eft­ir fund­inn með Vinnu­mála­stofn­un og lög­fræðing­um Fram­sýn­ar næsta miðviku­dag verður ákvörðun tek­in um fram­hald máls­ins, seg­ir í frétt á heimasíðu Fram­sýn­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert