Segir Vísi ekki brjóta lög

Vísir hf. ætlar að flytja alla starfsemi fyrirtækisins til Grindavíkur. …
Vísir hf. ætlar að flytja alla starfsemi fyrirtækisins til Grindavíkur. Vinnslur félagsins á Djúpavogi, Þingeyri og Húsavík verða lagðar niður. mbl.is/Sigurður Bogi

Pét­ur Haf­steinn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri fisk­vinnslu­fyr­ir­tæk­is­ins Vís­is, seg­ir að fyr­ir­tækið hafi ekki - og geti ekki með nein­um hætti - komið sér und­an því að greiða starfs­fólki sínu upp­sagn­ar­frest. „Rétt­ur fólks­ins er al­veg skýr,“ seg­ir hann í sam­tali við mbl.is. 

Stétt­ar­fé­lagið Fram­sýn á Húsa­vík tel­ur það vera ólög­legt að Vís­ir beini þeim starfs­mönn­um sín­um, sem munu verða eft­ir í bæn­um, á at­vinnu­leys­is­bæt­ur frá og með 1. maí í stað þess að greiða þeim kjara­samn­ings­bund­inn upp­sagn­ar­frest

Eins og fram hef­ur komið ákvað Vís­ir að loka starfs­stöðvum sín­um á Húsa­vík, Djúpa­vogi og Þing­eyri og færa alla fisk­vinnslu sína til Grinda­vík­ur.

Pét­ur Haf­steinn seg­ir að sex­tíu manns hafi unnið hjá fyr­ir­tæk­inu á Húsa­vík og að fjöru­tíu þeirra hafi ákveðið að flytja sig um set til Grinda­vík­ur. Fimm starfs­menn starfi síðan við sjálf­an flutn­ing­inn og því verði fimmtán manns eft­ir í bæn­um án vinnu.

Eng­um hef­ur verið sagt upp

„Það er líka rangt að um sé að ræða fyrr­ver­andi starfs­menn því það hef­ur eng­um verið sagt upp. Við nálg­umst málið þannig að þurfa ekki að segja upp fyrr en við get­um boðið ein­hverj­um vinnu,“ seg­ir Pét­ur.

Fé­lagið muni þó ræða við Vinnu­mála­stofn­un til þess að fá úr því skorið hvort túlk­un þess sé rétt eða ekki. „Við mun­um hlíta úr­sk­urði Vinnu­mála­stofn­un­ar í einu og öllu. Við vilj­um hvorki né get­um farið á svig við lög eða kjara­samn­inga.

Í okk­ar huga er þetta betra fyr­ir starfs­fólkið,“ seg­ir hann.

Pét­ur Haf­steinn seg­ist vera bjart­sýnn á að fé­lagið geti boðið þess­um fimmtán starfs­mönn­um áfram vinnu. „Við erum að vinna að lausn­um og erum mun bjart­sýnni en áður.“

Frétt mbl.is: Telja gjörn­ing Vís­is ólög­leg­an

Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis.
Pét­ur Haf­steinn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Vís­is. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert