Fara með málið til dómstóla

Vísir hf. Grindavík
Vísir hf. Grindavík mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Full­trú­ar verka­lýðsfé­lags­ins Fram­sýn­ar funduðu í gær ásamt lög­mönn­um fé­lags­ins með for­svars­mönn­um og lög­fræðing­um Vinnu­mála­stofn­un­ar. „Til­efnið var ákvörðun fisk­vinnslu­fyr­ir­tæk­is­ins Vís­is hf. að beina starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins á Húsa­vík á at­vinnu­leys­is­bæt­ur 1. maí í stað þess að greiða þeim kjara­samn­ings­bund­inn upp­sagn­ar­frest þar sem fyr­ir­tækið hef­ur ákveðið að loka starfstöð fyr­ir­tæk­is­ins á Húsa­vík og flytja starf­sem­ina til Grinda­vík­ur,“ sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu.

„Á fund­in­um með Vinnu­mála­stofn­un gerðu full­trú­ar Fram­sýn­ar al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við ákvörðun Vís­is hf. um að senda starfs­menn á at­vinnu­leys­is­bæt­ur í stað þess að greiða þeim   upp­sagn­ar­frest. Í máli for­svars­manna Vinnu­mála­stofn­un­ar kom fram að þeir munu eiga fund með full­trú­um Vís­is­manna á morg­un, föstu­dag, og fara yfir málið með þeim. 

Eft­ir fund­inn með Vinnu­mála­stofn­un tók Fram­sýn ákvörðun um að krefjast þess að Vís­ir hf. staðfesti skrif­lega að laun starfs­manna á Húsa­vík verði greidd rétti­lega um næstu mánaðar­mót. Slík staðfest­ing liggi fyr­ir í síðasta lagi 14. maí næst­kom­andi,“ seg­ir enn­frem­ur í til­kynn­ingu.

Verði ekki orðið við áskor­un þess­ari og yf­ir­lýs­ing gef­in út í sam­ræmi við of­an­ritað inn­an frests er ein­boðið að líta svo á að fyr­ir­tækið muni vanefna skyldu sína til greiðslu launa sam­kvæmt kjara­samn­ingi. Þar með mun Fram­sýn leita fullting­is dóm­stóla til að fá hlut fé­lags­manna sinna rétt­an.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert