„Þurfum að hafa trú á okkur sjálfum og Djúpavogi“

Mikil óvissa er á Djúpavogi í kjölfar ákvörðunar Vísis að …
Mikil óvissa er á Djúpavogi í kjölfar ákvörðunar Vísis að hætta þar starfsemi.  Margir hafa þegar ákveðið að flytja. mbl.is/Sunna Ósk Logadóttir

„Það var ekki auðvelt að ákveða að flytja frá Djúpa­vogi til Grinda­vík­ur,“ seg­ir Delia Homecillo Dicdican, starfsmaður Vís­is á Djúpa­vogi.

Hún er í hópi þeirra starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins sem hafa ákveðið að taka til­boði um vinnu í Grinda­vík og flytj­ast þangað bú­ferl­um. „Mér þykir vænt um Djúpa­vog. Hér á ég vini. Þegar ég flyt þarf ég að byrja upp á nýtt.“

Í dag býður Vís­ir starfs­mönn­um frá Djúpa­vogi í vett­vangs­ferð til Grinda­vík­ur. Í kjöl­farið mun skýr­ast hversu marg­ir munu flytja, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál­efni Djúpa­vogs í Morg­un­blaðinu í dag.

„Við sem eft­ir erum þurf­um að standa sam­an,“ seg­ir Jóna Krist­ín Sig­urðardótt­ir, starfsmaður Vís­is, sem hef­ur ákveðið að búa áfram á Djúpa­vogi. „Við þurf­um að hafa trú á okk­ur sjálf­um og þess­um stað.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert