Loforðin „greinilega orðin tóm“

Frá höfninni á Húsavík.
Frá höfninni á Húsavík. mbl.is/Golli

Aðal­fund­ur Fram­sýn­ar, stétt­ar­fé­lags Þing­ey­inga for­dæm­ir harðlega ákvörðun Vís­is hf. um að loka starfstöð fyr­ir­tæk­is­ins á Húsa­vík 1. maí 2014 en við það misstu um 60 starfs­menn vinn­una. „Lof­orð og ráðagerðir Vís­is hf. þegar fyr­ir­tækið eignaðist Fiskiðju­sam­lag Húsa­vík­ur hf. um að efla starf­sem­ina á Húsa­vík til muna eru greini­lega orðin tóm,“ seg­ir í álykt­un sem samþykkt var á aðal­fundi Fram­sýn­ar í gær.

Þá seg­ir í álykt­un­inni:

„Þá er forkast­an­legt að fyr­ir­tækið ætli sér að kom­ast hjá því að greiða starfs­mönn­um kjara­samn­ings­bund­inn upp­sagn­ar­frest með því að beina þeim á at­vinnu­leys­is­bæt­ur og ætla þar með rík­is­sjóði að standa við skuld­bind­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins. Í ljósi þessa hef­ur Fram­sýn falið lög­fræðing­um fé­lags­ins að stefna fyr­ir­tæk­inu Vísi hf. fyr­ir fé­lags­dóm.

Vegna þess­ar­ar til­raun­ar til mis­notk­un­ar á rétti fyr­ir­tækja til að senda fólk heim í hrá­efn­is­skorti tel­ur Fram­sýn ein­boðið að Alþingi breyti lög­um um rétt fisk­vinnslu­fyr­ir­tækja til að fá end­ur­greiðslur frá At­vinnu­trygg­inga­sjóði í hrá­efn­is­skorti vegna hrá­efn­is­lausra daga. Það verður aldrei sátt um að fyr­ir­tæki í fisk­vinnslu reyni að leika á kerfið með þess­um hætti.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka