Kallar á endurskoðun á lögum

Vísir hf. ætlar að flytja alla starfsemi fyrirtækisins á Djúpavogi, …
Vísir hf. ætlar að flytja alla starfsemi fyrirtækisins á Djúpavogi, Þingeyri og Húsavík til Grindavíkur. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Sú ákvörðun stjórn­enda Vís­is hf. að loka starfs­stöðvum fyr­ir­tæk­is­ins á Þing­eyri, Djúpa­vogi og Húsa­vík er þess eðlis að taka verður málið inn í mynd­ina við end­ur­skoðun laga um stjórn fisk­veiða.

„Það er al­veg ljóst að svona nokkuð verður að skoða í tengsl­um við laga­breyt­ing­ar. Það geng­ur ekki að ráðstöf­un fyr­ir­tæk­is verði til þess að byggðarlag missi skyndi­lega aðgang sinn að lífs­björg­inni, það er því sem íbú­arn­ir hafa byggt allt sitt á,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra, í Morg­un­blaðinu í dag.

Viðsjár eru á Húsa­vík vegna Vís­is­máls­ins. Verið er að loka fisk­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins í bæn­um, en með því missa 60 manns vinn­una. Fjöru­tíu úr þeim hópi ætla að fylgja fyr­ir­tæk­inu og þiggja boð um vinnu í Grinda­vík þar sem öll starf­semi Vís­is verður. Heima­menn reifuðu sín viðhorf við for­sæt­is­ráðherra, sem var nyrðra í gær.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka