Ekki heyrt bofs frá þingmönnum

Skjáskot úr myndbandinu
Skjáskot úr myndbandinu

„Við höf­um fengið gríðarlega mik­il viðbrögð við þessu,“ seg­ir Gauti Jó­hann­es­son sveit­ar­stjóri Djúpa­vogs­hrepps um mynd­bandið sem sveit­ar­fé­lagið sýndi á ver­ald­ar­vefn­um í gær. Mynd­bandið var gert í sam­starfi við Afl starfs­greina­fé­lag til þess að vekja fólk til um­hugs­un­ar um stöðu sveit­ar­fé­lags­ins. „Ég hef fengið fjölda pósta og sím­hring­inga í all­an morg­un og sama á við um odd­vita sveit­ar­stjórn­ar. Skila­boðin eru öll á einn veg en fólk er að lýsa yfir stuðningi við okk­ur og okk­ar málstað.“

Mik­il umræða hef­ur verið und­an­farið um Djúpa­vog og stöðu sveita­fé­lags­ins eft­ir að út­gerðafyr­ir­tækið Vís­ir ákvað að hætta starf­semi sinni á staðnum sem hef­ur mikl­ar af­leiðing­ar á sam­fé­lagið á Djúpa­vogi. Mynd­band­inu er beint að stjórn­völd­um en sam­kvæmt Gauta hef­ur ekk­ert heyrst frá þeim eða öðrum þing­mönn­um í kjöl­far birt­ing­ar­inn­ar. „Nei, við höf­um ekki heyrt bofs frá þing­mönn­um en við bíðum spennt.“

Í síðustu viku af­henti Kristján Ingimars­son, íbúi á Djúpa­vogi, Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, for­sæt­is­ráðherra, und­ir­skrift­ir 150 íbúa Djúpa­vogs þar sem stjórn­völd eru hvött til þess að treysta byggð í bæj­ar­fé­lag­inu. Á fundi þeirra að af­hend­ing­unni lok­inni sagðist Sig­mund­ur fylgj­ast vel með stöðunni og að hann muni heim­sækja bæj­ar­fé­lagið eft­ir að þingi lýk­ur.

Sam­kvæmt Gauta er ekki vitað hvenær er von á for­sæt­is­ráðherra. „Hann sagðist ætla að koma eft­ir þinglok þannig að núna bíðum við bara.“

Að sögn Gauta er mik­ill hug­ur í íbú­um Djúpa­vogs. „Það er al­gjör samstaða á meðal íbú­anna um að við ætl­um ekki að láta þetta fara neitt með okk­ur. Ég vona að það hafi komið fram í mynd­band­inu. Við ætl­um að standa í lapp­irn­ar þar til annað er ekki hægt.“

Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á Djúpavogi.
Gauti Jó­hann­es­son, sveit­ar­stjóri á Djúpa­vogi. mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka