Frestunin ákveðinn áfangasigur

Höfuðstöðvar Vísis hf. í Grindavík.
Höfuðstöðvar Vísis hf. í Grindavík. Sigurður Bogi Sævarsson

„Þetta er ákveðinn áfanga­sig­ur í því sem við höf­um bar­ist fyr­ir, sem er að viðhalda stöðug­leika í at­vinnu­lífi á staðnum,“ seg­ir Gauti Jó­hann­es­son, sveita­stjóri Djúpa­vogs­hrepps, um ákvörðun Vís­is hf. um að halda áfram starf­semi við fersk­fisk­vinnslu og fryst­ingu á Djúpa­vogi í eitt ár. „Ég ætla að vona að við höf­um haft ein­hver áhrif á þessa ákvörðun.“

Gauti seg­ir að þetta þýði að það verði minni fækk­un starfs­manna á Djúpa­vogi en til stóð. „Það verður ein­hver fækk­un en ekki eins mik­il. Það er vissu­lega já­kvætt.“

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, kom á Djúpa­vog í dag. „Það var hald­inn op­inn fund­ur í há­deg­inu með hon­um og for­stjóra Byggðar­stofn­unn­ar. Þar var farið yfir stöðu mála. Mér fannst ég finna skiln­ing hjá ráðherra fyr­ir þeirri stöðu sem við erum kom­in í.“

Aðspurður seg­ir Gauti að hann bú­ist við því að fólk á staðnum sé fegið með þessa ákvörðun Vís­is. „Ég hef nú varla náð að hitta nokk­urn mann í dag en ég held að fólk sé fegið. Ég býst ekki við öðru.“

30 til 35 manna vinnustaður eft­ir á Djúpa­vogi

„Þessi ákvörðun er í sam­ræmi við það sem við sögðum í upp­hafi, að við ætluðum að vinna með starfs­fólk­inu að lausn þess­ara mála. Það þarf ein­fald­legra lengri tíma til að setja þær stoðir und­ir sem til þarf. Þetta var ákveðið bæði vegna þess og í ljósi umræðunn­ar und­an­farið,“ seg­ir Pét­ur H. Páls­son, fram­kvæmd­ar­stjóri Vís­ís hf. um ákvörðun­ina. „Sölt­un­in sjálf get­ur ekki beðið vegna aðstæðna í Suður Evr­ópu þannig við mun­um sam­eina sölt­un­ina und­ir eitt þak í Grinda­vík, en fækk­un á Djúpa­vogi verður vissu­lega minni en upp­haf­lega stóð til.“

Sam­kvæmt Pétri stefn­ir Vís­ir að því að það verði 30 til 35 manna vinnustaður Vís­is eft­ir á Djúpa­vogi í haust. „Við erum núna að ræða við fólk um þetta, en allt er gert í eins mik­illi sátt við sveita­stjórn og fólkið á Djúpa­vogi eins og hægt er.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert