Þingeyskir framsóknarmenn ósáttir við ráðherra

Frá Húsavík
Frá Húsavík

 Fram­sókn­ar­fé­lag Þing­ey­inga lýs­ir yfir veru­leg­um von­brigðum yfir aðgerðarleysi rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna brott­hvarf Vís­is frá Húsa­vík. Fé­lagið krefst þess að ráðherra sjáv­ar­út­vegs­mála bregðist við þessu.

„Þann 28. mars síðastliðinn til­kynnti Vís­ir hf. bæj­ar­yf­ir­völd­um í Norðurþingi að fyr­ir­tækið hugðist loka vinnslu sinni á Húsa­vík 1. maí. Jafn­framt hugðist fyr­ir­tækið loka vinnsl­um sín­um á Djúpa­vogi og Þing­eyri.

Vís­ir hf. bauðst til að flytja fólk hreppa­flutn­ing­um til Grinda­vík­ur þar sem stækka átti verk­smiðju fyr­ir­tæk­is­ins. Þeir sem það ekki þáðu var annað hvort vísað á at­vinnu­leys­is­bæt­ur vegna hrá­efn­is­skorts í vinnsl­unni á Húsa­vík eða aðrir hófu vinnu við niðurrif á verk­smiðjunni. Þetta er nú orðinn hlut­ur.

Sér­tæk­um kvóta hef­ur nú verið út­hlutað á Djúpa­vogi og Þing­eyri vegna brott­hvarfs Vís­is hf. enda hef­ur fyr­ir­tækið nú ákveðið að hverfa ekki frá þess­um stöðum að sinni. Hins­veg­ar hef­ur rík­is­valdið ekki brugðist við brott­hvarfi Vís­is hf. á Hús­vík og lýs­ir Fram­sókn­ar­fé­lag Þing­ey­inga veru­leg­um von­brigðum yfir aðgerðarleys­inu. Fé­lagið krefst þess að ráðherra sjáv­ar­út­vegs­mála bregðist við þessu enda hverfa tæp­lega 3000 afla­heim­ild­ir úr byggðlag­inu og stuðlað að hnign­un út­gerðar á Húsa­vík,“ seg­ir í álykt­un sem Fram­sókn­ar­fé­lag Þing­ey­inga send­ir á fjöl­miðla.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins.
Sig­urður Ingi Jó­hanns­son sjáv­ar­út­vegs­ráðherra og þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert