Gakktu í bæinn

Yfirskrift Menningarnætur í ár er „Gakktu í bæinn“ sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri gerði á blaðmannafundi á Vitatorgi í dag. Að þessu sinni munu strætisvagnar því ferja fólk til og frá bílastæðum í Borgartúni og við Kirkjusand. Nýuppgerð Hverfisgata verður í stóru hlutverki á laugardaginn.   

Á sjötta hundrað viðburða eru skipulagðir á laugardaginn og hægt er að kynna sér dagskránna á menningarnott.is. Miðbærinn verður lokaður fyrir umferð frá Snorrabraut að Suðurgötu og Gömlu Hringbraut að Sæbraut.

Fastir liðir eins og Reykjavíkurmaraþon og stórtónleikar á Arnarhóli og Miklatúni verða í stóru hlutverki líkt og áður en flugeldasýningin sem verður kl. 23 verður með óvenjulegu sniði í ár þar sem hún verður hluti af dansverkinu Töfrum eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur. Í því leika flugeldar og strengjasveit saman ásamt kirkjuklukkum landsins.

mbl.is var á fundinum í dag og ræddi við þá Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, og Einar Bárðarson, forstöðumann Höfuðborgarstofu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert