Höfða mál vegna Vísis

Vísir hf. Grindavík
Vísir hf. Grindavík Sigurður Bogi Sævarsson

Alþýðusam­band Íslands, fyr­ir hönd  Starfs­greina­sam­bands Íslands vegna Fram­sýn­ar stétt­ar­fé­lags hef­ur höfðað mál gegn Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins vegna fisk­vinnslu­fyr­ir­tæk­is­ins Vís­is hf. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Fram­sýn.

Málið var þing­fest fyr­ir fé­lags­dómi 18. júlí 2014. Stefndi hef­ur rétt til að skila inn greina­gerð sinni um málið til 9. sept­em­ber n.k. Reiknað er með að aðalmeðferð máls­ins fari fram í haust, enda er fé­lags­dómi ætlað að ráða fram úr mál­um með skjót­um hætti.

Kraf­an er að dæmt verði að rekstr­ar­stöðvun stefnda, sem til­kynnt var stefn­anda þann 1. apríl 2014 og kom til fram­kvæmda þann 1. maí 2014 og stend­ur enn, hafi verið brot á ákvæði 18.4.8.2 í kjara­samn­ingi Starfs­greina­sam­bands Íslands og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins.

„For­sag­an er að Vís­ir hf. sem rekið hef­ur öfl­uga fisk­vinnslu á Húsa­vík til fjölda ára boðaði lok­un á starfs­stöð fyr­ir­tæk­is­ins á Húsa­vík með mánaðar fyr­ir­vara í vor þar sem til stæði að flytja starf­sem­ina til Grinda­vík­ur. Ávörðunin var til­kynnt form­lega á fundi með starfs­mönn­um og fund­um með for­manni Fram­sýn­ar og sveit­ar­stjóra Norðurþings. Ákvörðun fyr­ir­tæk­is­ins kom starfs­mönn­um veru­lega á óvart og reynd­ar sam­fé­lag­inu öllu á Húsa­vík. Rekst­ur­inn hafði verið í góðu lagi und­an­far­in ár og ný­lega var búið að end­ur­nýja vinnslu­lín­urn­ar í starfstöðinni auk þess sem fyr­ir­tækið hafði sótt um að fá að byggja við hús­næði þess á Húsa­vík.

Starfs­mönn­um var boðið að flytja með fyr­ir­tæk­inu til Grinda­vík­ur sem reiknaði með að hefja þar starf­semi 1. sept­em­ber, það er fjór­um mánuðum eft­ir að lokað var á Húsa­vík. Starfs­mönn­um var bent á að skrá sig at­vinnu­lausa í millitíðinni. Að sjálf­sögðu var starfs­mönn­um veru­lega brugðið og leituðu þeir til Fram­sýn­ar varðandi sína stöðu og rétt­indi en tæp­lega 60 starfs­menn hafa starfað hjá fyr­ir­tæk­inu á Húsa­vík. Fram­sýn brást við með þeim hætti að krefja Vísi hf. um að virða kjara­samn­inga og lög og greiða starfs­mönn­um laun.

Fé­lagið taldi skil­yrðis­laust-  að fyr­ir­tækið ætti að greiða starfs­mönn­um kjara­samn­ings­bund­inn upp­sagn­ar­frest sem fyr­ir­tækið hafnaði. Fram­sýn fundaði með Vinnu­mála­stofn­un og gerði stofn­unn­inni grein fyr­ir skoðunum fé­lags­ins. Í kjöl­farið fundaði Vinnu­mála­stofn­un  með for­svars­mönn­um Vís­is þar sem niðurstaðan varð sú að fyr­ir­tækið tók þá starfs­menn sem höfnuðu því að fylgja fyr­ir­tæk­inu til Grinda­vík­ur aft­ur inn á launa­skrá með það að mark­miði að greiða þeim upp­sagn­ar­frest­inn.

Vís­ir hef­ur hins veg­ar ekki fall­ist á þá kröfu Fram­sýn­ar að greiða þeim 40 starfs­mönn­um sem ætla að fylgja fyr­ir­tæk­inu til Grinda­vík­ur laun meðan unnið er að flutn­ingi frá Húsa­vík og upp­setn­ingu á tækj­um og tól­um í Grinda­vík. Fyr­ir­tækið ber við hrá­efn­iskorti og því hafi það heim­ild til af­skrá starfs­menn af launa­skrá meðan það ástand var­ir. Þess í stað ætla þeir At­vinnu­leys­is­trygg­inga­sjóði að greiða starfs­mönn­um at­vinnu­leys­is­bæt­ur. Fram­sýn hef­ur mót­mælt þess­um vinnu­brögðum harðlega þar sem þau stand­ist ekki ákvæði kjara­samn­inga þar sem um til­bú­inn hrá­efn­is­skort sé um að ræða meðan unnið er að því að koma nýrri starfstöð í Grinda­vík í gagnið.

Þegar fyr­ir­tækið lokaði starfs­stöðinni á Húsa­vík hafði fyr­ir­tækið yfir að ráða um 2000 þúsund þorskí­gildist­onn­um skv. upp­lýs­ing­um á vef Fiski­stofu. Það kall­ast ekki hrá­efn­is­skort­ur. Þá seg­ir í reglu­gerð um greiðslur At­vinnu­leys­is­trygg­inga­sjóðs til fisk­vinnslu­fyr­ir­tækja að þær eigi ekki við í þeim til­vik­um þar sem um er að ræða upp­setn­ingu á nýj­um tækja­búnaði fyr­ir­tæk­is eða vegna breyt­inga á vinnslu­hús­næði fyr­ir­tæk­is.

Þar sem Fram­sýn tel­ur málið mjög al­var­legt og það vegi að starfs­ör­yggi fisk­vinnslu­fólks taldi fé­lagið eðli­legt að leita eft­ir aðkomu Stafs­greina­sam­bands Íslands að mál­inu þar sem það varðar al­menn rétt­indi og stöðu fisk­vinnslu­fólks á Íslandi. Starfs­greina­sam­bandið tók er­ind­inu vel og mun fylgja því eft­ir í Fé­lags­dómi með lög­fræðing­um sam­bands­ins,“ seg­ir i grein­ar­gerð sem fylg­ir með til­kynn­ing­unni frá Fram­sýn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert