Vara við auknu álagi á bráðamóttöku

Önnur lotan í verkfallsaðgerðum lækna hófst á miðnætti
Önnur lotan í verkfallsaðgerðum lækna hófst á miðnætti mbl.is/Árni Sæberg

Á miðnætti hófst önnur lota verkfallsaðgerða Læknafélags Íslands. Læknar á kvenna- og barnasviði og læknar á rannsóknarsviði fara í tveggja sólarhringa verkfall og á sama tíma verða læknar á heilsugæslustöðvum og heilbrigðisstofnunum um landið í verkfalli.  

Að morgni þriðjudagsins 18. nóvember hefjast einnig verkfallsaðgerðir lækna í Skurðlæknafélagi Íslands, að því er fram kemur á vef Landspítalans.

<span>Vakin er athygli á því að vegna verkfallsaðgerða á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu gæti álag á bráðamóttökur Landspítala aukist. Þá mun verkfall á rannsóknarsviði hafa áhrif á aðgerðarsvið og skurðlækningasvið strax mánudaginn 17. nóvember.</span>

<span>Helstu áhrif verkfalla á kvenna- og barnasviði<br/></span>

<ul> <li>Legudeildarstarfsemi tengd inniliggjandi sjúklingum og bráðainnlögnum á að vera óbreytt að mestu.</li> <li>Kvenskurðaðgerðum, sem ekki eru bráðar, verður frestað. Starfsemi Rjóðurs er óbreytt.</li> <li>Fæðingarþjónusta er að mestu óbreytt, nema hvað færa þarf til valkeisaraskurði og 5 daga nýburaskoðun nýburalækna fellur niður þessa daga.</li> <li>Göngudeild mæðraverndar verður lokuð nema bráðatilfellum verður sinnt og einnig verður móttaka þungaðra kvenna með sykursýki óbreytt  (læknir er af lyflækningasviði).</li> <li>Fósturgreiningardeild tekur á móti konum sem koma í reglubunda skimun (12 og 20 vikur) og einnig vaxtarsónar (ljósmæður sinna þessari þjónustu eins og alltaf). Önnur starfsemi verður ekki.</li> <li>Göngudeild og dagdeild kvenlækninga er lokuð.</li> <li>Bráðamóttaka barna er opin eins og venjulega fyrir bráðakomur. Búast má við auknu álagi vegna þess að læknar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru einnig í verkfalli þessa daga.</li> <li>Göngudeild barna á Barnaspítala Hringsins verður að mestu lokuð. Göngudeildarstarfsemi sérfræðinga í hjúkrun er þó óbreytt þessa daga.</li> <li>Göngudeild BUGL sinnir bráðatilfellum. Einnig er óbreytt starfsemi hjá sálfræðingum, hjúkrunarfræðingum og öðrum fagaðilum þar sem læknar hafa ekki aðkomu að heimsókninni.</li> </ul><br/><span>Helstu áhrif verkfalla á rannsóknarsviði</span><br/><ul> <li>Bráðatilvikum verður sinnt.</li> <li>Öllum skipulögðum rannsóknum frestað.</li> <li>Skurðaðgerðum, sem ekki eru bráðar og þar sem þörf er á skipulögðum rannsóknum í eða eftir aðgerð, verður frestað.</li> </ul><br/><span>Helstu áhrif verkfalla skurðlækningasviði</span><ul> <li>Starfsemi bráðalegudeilda verður eins og um helgar. Öllum bráðatilvikum verður sinnt eins og venjulega þessa verkfallsdaga.</li> <li>Starfsemi á skurðstofum miðast við bráðastarfsemi.</li> <li>Göngudeildir skurðlækna verða lokaðar dagana 18-20. nóvember. Undir þær heyra göngudeild almennra skurðlækna (10E), göngudeild þvagfæralækninga (11A), göngudeild bæklunarlækninga (G3), göngudeild háls-, nef- og eyrnalækninga HNE (B3), göngudeild lýtalækninga (B3), göngudeild æðaskurðlækninga og göngudeild heila- og taugaskurðlækninga (B3). Göngudeildarkomur til annarra en lækna haldast óbreyttar.</li> <li>Ekki verður hægt að undirbúa sjúklinga fyrir aðgerð á innskriftarmiðstöð (10E og B3) verkfallsdagana. Símainnskrift svæfingarhjúkrunarfræðinga verður í eðlilegum farvegi. </li> </ul>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert