Maður á fimmtugsaldri var handtekinn í Hafnarfirði á þriðja tímanum í nótt eftir að hafa ráðist á son sinn sem er á unglingsaldri. Fleiri börn voru á heimilinu þegar líkamsárásin átti sér stað.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru barnaverndaryfirvöld kölluð til enda um heimilisofbeldi að ræða gagnvart barni.
Maðurinn gistir fangageymslu og verðir yfirheyrður þegar hann verður í ástandi til þess. Sá sem fyrir árásinni varð var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild en hann var skorinn á höndum.