Niðurstöður fimm ára rannsóknar voru nýlega kynntar, en hún leiddi í ljós að Grænlandsjökull er nú í fyrsta skipti að bráðna á öllum svæðum jökulsins.
Er bráðnunin meira en tvöföld á við það sem hefur verið. Ísjökum hefur fjölgað mikið samhliða því að ísbreiðan hefur hopað og skriðjöklar sækja fram, að því er fram kemur í umfjöllun um jökulbráðnunina í Morgunblaðinu í dag.
Veðurstofa Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans tóku þátt í rannsókninni, sem var á vegum norrænu ráðherranefndarinnar.