Ný rannsókn sýnir hraðari bráðnun

Rýrnun Grænlandsjökuls er nú um þrjátíu til fjörutíu sinnum hraðari …
Rýrnun Grænlandsjökuls er nú um þrjátíu til fjörutíu sinnum hraðari en rýrnun íslenskra jökla, að sögn jarðeðlisfræðings. mbl.is/RAX

Niður­stöður fimm ára rann­sókn­ar voru ný­lega kynnt­ar, en hún leiddi í ljós að Græn­lands­jök­ull er nú í fyrsta skipti að bráðna á öll­um svæðum jök­uls­ins.

Er bráðnun­in meira en tvö­föld á við það sem hef­ur verið. Ísjök­um hef­ur fjölgað mikið sam­hliða því að ís­breiðan hef­ur hopað og skriðjökl­ar sækja fram, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um jök­ul­bráðnun­ina í Morg­un­blaðinu í dag.

Veður­stofa Íslands og Jarðvís­inda­stofn­un Há­skól­ans tóku þátt í rann­sókn­inni, sem var á veg­um nor­rænu ráðherra­nefnd­ar­inn­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert