íslenskir embættismenn og fulltrúar Evrópusambandsins hittast á fundi í Brussel næsta þriðjudag, 8. september.
Farið verður yfir stöðuna sem upp er komin eftir að Rússar settu innflutningsbann á sjávarafurðir frá Íslandi. Fram hefur komið að tollaívilnanir verða til umræðu á fundinum.
Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra í Brussel, fer fyrir íslensku nefndinni, en auk hennar taka starfsmenn sendiráðsins þátt í fundinum, samkvæmt upplýsingum úr utanríkisráðuneytinu.