Áslaug Arna býður sig fram til ritara

Áslaug Arna á landsfundi.
Áslaug Arna á landsfundi. Mynd af Twitter-síðu ungra sjálfstæðismanna.

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, fyrr­um formaður Heimdall­ar, bauð sig fram til embætt­is rit­ara Sjálf­stæðis­flokks­ins á ell­eftu stundu í dag. Hún og sitj­andi rit­ari flokks­ins, alþing­ismaður­inn Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, eru því tvö í fram­boði.

Áslaug sagði að ungliðum inn­an flokks­ins væri al­vara með að láta hlusta á sig. „Það ger­ist ekki nema við gef­um kost á okk­ur,“ sagði hún.

„Við, ungt fólk í Sjálf­stæðis­flokkn­um, höf­um fulla trúa á að flokk­ur­inn geti svarað kalli tím­ans,“ sagði hún og bætti við að ung­ir sjálf­stæðis­menn vildu minna íhald og meira frelsi.

Hún sagði að ekki yrði litið fram­hjá því að nú séu við stjórn­völl­inn þrír þing­menn á of­an­verðum fimm­tugs­aldri og bætti við að styrk­ur væri fólg­inn í breiðu ald­urs­bili.

„Hvað seg­ir meira að ungt fólk sé vel­komið en að bjóða það vel­komið í for­ystu flokks­ins?“ sagði Áslaug og vísaði til þess að flokk­ur­inn þyrfti að sýna traust í verki.

Nýr rit­ari flokks­ins verður kos­inn á morg­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert