Fundar í dag með borgarstjóra

Raphael Schutz, sendiherra Ísraels fyrir Ísland.
Raphael Schutz, sendiherra Ísraels fyrir Ísland. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sendi­herra Ísra­els gagn­vart Nor­egi og Íslandi, Rap­hael Schutz, fund­ar í dag með Degi B. Eggerts­syni, borg­ar­stjóra Reykja­vík­ur, en umræðuefni fund­ar­ins verður sú ákvörðun meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar í síðasta mánuði að fela skrif­stofu borg­ar­stjóra í sam­vinnu við inn­kaupa­deild Reykja­vík­ur­borg­ar að und­ir­búa og út­færa sniðgöngu borg­ar­inn­ar á ísra­elsk­um vör­um.

Til­lag­an var síðar dreg­in til baka á þeim for­send­um að ekki hafi verið vandað nægj­an­lega vel til henn­ar. Hún hafi þannig aðeins átt að ná til varn­ings sem fram­leidd­ur væri á þeim svæðum sem her­num­in væru af ísra­elska hern­um. Breytt til­laga hef­ur hins veg­ar ekki verið lögð fram en Dag­ur hef­ur ít­rekað sagt að um mis­tök hafi verið að ræða.

Schutz, sem er með aðset­ur í Nor­egi, mun einnig funda með Katrínu Jak­obs­dótt­ir, for­manni Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, en lands­fund­ur VG sem fram fór um síðustu helgi hvatti til þess að sett yrði viðskipta­bann á ísra­elsk­ar vör­ur og að stjórn­mála­sam­bandi við Ísra­el yrði slitið. Þá var Ísra­els­ríki sakað um þjóðarmorð á Palestínu­mönn­um.

Sendi­herra Ísra­els sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu í gær þar sem hann for­dæmdi harðlega álykt­un lands­fund­ar VG varðandi Ísra­el. Sagði hann það fela í sér sví­v­irðilega lygi að saka Ísra­el um þjóðarmorð vegna deilu Ísra­els­manna og Palestínu­manna. „Það gef­ur til kynna annaðhvort full­komna vanþekk­ingu eða al­gjört siðleysi, og ef til vill bæði,“ sagði í yf­ir­lýs­ing­unni.

Schutz mun einnig funda með borg­ar­full­trú­um í Reykja­vík í heim­sókn sinni til Íslands auk þess sem hann heim­sæk­ir ut­an­rík­is­ráðuneytið og ræðir við full­trúa stjórn­valda. Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra sagði í sam­tali við mbl.is í síðasta mánuði að stefna stjórn­valda gagn­vart Ísra­el yrði ít­rekuð í heim­sókn sendi­herr­ans til lands­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert