Ástandið í réttarkerfinu ofbýður okkur

182 nauðganir voru tilkynntar Stígamótum á síðasta ári. Þar af …
182 nauðganir voru tilkynntar Stígamótum á síðasta ári. Þar af voru hópnauðganir 19 talsins. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Mikla at­hygli vakti þegar sam­tök­in Stíga­mót lýstu því yfir í gær að nær­tæk­ast væri að ráða fólki frá því að kæra kyn­ferðis­brot.

„Það er ekki bara von­lítið að ná fram rétt­læti, held­ur á fólk á hættu að vera út­hrópað glæpa­fólk. Það get­ur átt von á að vera kært fyr­ir falsk­ar ásak­an­ir og þurfa þá að sanna það sem lög­regl­unni tekst oft­ast ekki að sanna, að nauðgun hafi átt sér stað. Í þá stöðu er ekki hægt að setja fólk og það er óviðun­andi,“ seg­ir á Face­book-síðu Stíga­móta.

Guðrún Jóns­dótt­ir talskona Stíga­móta seg­ir í sam­tali við mbl.is að yf­ir­lýs­ing­in byggi ekki á neinu ein­stöku máli, en hún birt­ist skömmu eft­ir fimm pilt­ar voru sýknaðir af ákæru um hópnauðgun í Héraðsdómi Reykja­vík­ur.

Hvert slæmt mál ýfir upp eldri sár

„Ástandið í rétt­ar­kerf­inu ein­fald­lega ofbýður okk­ur. Ég get sem dæmi nefnt menn­ina tvo sem voru kærðir fyr­ir fjöldanauðgun og í til­felli ann­ars þeirra, end­ur­tekn­ar nauðgan­ir. Ekki þótti lög­reglu ástæða til að nýta þau verk­færi sem til voru, eins og gæslu­v­arðhald eða far­bann.“

Þá nefn­ir hún þá staðreynd að þegar kyn­ferðis­brot eru kærð, eigi þoland­inn von á að vera kærður á móti fyr­ir rang­ar sak­argift­ir.

„En þessi yf­ir­lýs­ing kem­ur ekki síst vegna þess að við erum í sam­bandi við hópa kvenna í gras­rót­inni, sem hafa náð sam­an eft­ir að hafa verið beitt­ar kyn­ferðisof­beldi og eru haldn­ar áfall­a­streitu. Hvert svona slæmt mál hef­ur á þær vond áhrif og ýfir upp eldri sár. Af þeim sök­um fannst okk­ur ástæða til að segja frá þessu, að nær­tækt væri að ráða fólki frá því að kæra þessi brot.“

Sann­leiks­sjóður til stuðnings gegn kær­um

Dóm­ur­inn hef­ur vakið hörð viðbrögð margra í sam­fé­lag­inu, þar sem Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra hef­ur til að mynda sagst vera gráti næst vegna niður­stöðu dóm­stóls­ins. „En hvernig má það vera að það sé ekki skil­greint sem of­beldi þegar fimm strák­ar bók­staf­lega ganga í skrokk á 16 ára stelpu og taka sig sam­an um að ríða henni?“ spyr Ingi­björg.

Sjá frétt mbl.is: „Al­gjör­lega venju­legt kyn­líf“

Sveinn Andri Sveins­son, verj­andi eins pilts­ins sem sýknaður var af ákær­unni, seg­ist gera ráð fyr­ir að pilt­arn­ir myndu sækja rétt sinn vegna gæslu­v­arðhalds sem þeir þurftu að þola og að stúlk­an verði hugs­an­lega kærð fyr­ir rang­ar sak­argift­ir.

Til staðar er svo­kallaður Sann­leiks­sjóður, sem stofnaður var fyr­ir nokkr­um árum til að styðja ein­mitt við þá sem kærðir eru fyr­ir að segja frá of­beldi gegn sér.  „Í hon­um er lítið fé en hann er þó til,“ seg­ir Guðrún og bend­ir á að eft­ir frétta­flutn­ing að und­an­förnu hafi fólk sýnt auk­inn hug á að styrkja sjóðinn og bæta í hann fé.

Gerend­ur geta sam­ræmt vitn­is­b­urðinn

Í síðustu árs­skýrslu Stíga­móta kem­ur fram að 182 nauðgan­ir hafi verið til­kynnt­ar sam­tök­un­um á síðasta ári. Þar af voru rúm 10,4% hópnauðgan­ir, eða 19 tals­ins.  Í sjö til­fell­um hópnauðgana voru tveir of­beld­is­menn, í fjór­um til­fell­um voru of­beld­is­menn­irn­ir þrír og í tveim­ur til­fell­um voru of­beld­is­menn­irn­ir fjór­ir. Í sex til­fell­um vantaði upp­lýs­ing­ar um fjölda of­beld­is­manna.

„Þegar um hópnauðgan­ir er að ræða þá hafa gerend­urn­ir tæki­færi til að tala sig sam­an og sam­ræma vitn­is­b­urð sinn. Af þeim stend­ur að sjálf­sögðu marg­falt meiri ógn en af ein­um nauðgara. Það eru því mun minni lík­ur á að þeir séu kærðir og jafn­vel einnig á að þeir séu sak­felld­ir.“

Guðrún nefn­ir rann­sókn Hild­ar Fjólu Ant­ons­dótt­ur, þar sem hún at­hug­ar nauðgun­ar­kær­ur á ár­un­um 2008 og 2009. „Þar eru 189 mál kærð og 21 dóm­ur á tveim­ur árum. Það eru held­ur ekki nema í kring­um 13 pró­sent af þeim sem koma til okk­ar sem kæra. Í kæru felst ákaf­lega erfitt ferli fyr­ir þolend­ur og er, því miður, í flest­um til­fell­um til einskis.“

Mik­ill vafi um ásetn­ing

Í vik­unni var karl­maður sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað sautján ára gam­alli stúlku á hót­el­her­bergi á síðasta ári. Í niður­stöðu dóms­ins seg­ir að mik­ill vafi leiki á því hvort að maður­inn hafi nauðgað stúlk­unni af ásetn­ingi. Kvaðst stúlk­an hafa vaknað við að maður­inn hafi verið að eiga við sig og síðan hafi hann nauðgað sér. Maður­inn neitaði hins veg­ar sök og sagði að ekki hafi verið um þving­un að ræða.

Sjá frétt mbl.is: Sýknaður af nauðgun­ar­ákæru

Í at­huga­semd­um frum­varps til breyt­inga á hegn­ing­ar­lög­um, sem samþykkt var árið 2007, er ásetn­ing­ur sagður vera ótví­rætt sak­næm­is­skil­yrði nauðgun­ar­brots. Er þar sér­stak­lega tekið fram að ásetn­ing­ur verði að taka til allra efn­isþátta verknaðar eins og hon­um er lýst, þ.e. bæði til verknaðaraðferðar og kyn­mak­anna.

Í norskri lög­gjöf er að finna ákvæði um að nauðgun af stór­kost­legu gá­leysi varði fimm ára fang­elsi. Spurð hvort þörf sé á slíku ákvæði hér á landi seg­ir Guðrún að svo virðist vera.

„Það hljóm­ar auðvitað fá­rán­lega að hægt sé að nauðga af gá­leysi. En mark­miðið með slíku ákvæði er að hægt sé að ná þeim sem ekki er að hægt að sanna að hafi ætlað sér að nauðga. Auðvitað ætti ekki að þurfa slíkt ákvæði en það virðist vera reynd­in.“

Sterk öfl að verki í sam­fé­lag­inu

Hún seg­ir að sér sýn­ist sem sam­fé­lagið sé að vakna gagn­vart stöðu kyn­ferðis­brota­mála í rétt­ar­kerf­inu. „Það kraum­ar í gras­rót­inni og það eru ýms­ir hóp­ar sem una þvi ekki leng­ur að það sé ekki hægt að ná utan um þessi brot. Það er heil­mik­il vit­und­ar­vakn­ing og kon­ur eru að tala sam­an og leyfa sjálf­um sér að segja frá.

En á sama tíma eru sterk öfl að verki sem vilja viðhalda þeirri of­beld­is­menn­ingu sem nauðgan­ir þríf­ast í.“

Að lok­um seg­ir Guðrún að sam­fé­lagsum­ræðan eft­ir ný­gengna dóma og kær­ur hafi haft áhrif á marg­ar kon­ur. „Þær hafa ákveðið að tala al­var­lega sam­an um hvernig hægt sé að bregðast við þessu. Þegar eru nokkr­ar mjög spenn­andi hug­mynd­ir í loft­inu.“

Stuðnings­hóp­ar vegna ástands­ins

„Í vik­unni kom ákall um að hóp­ur gæti komið til okk­ar og rætt við okk­ur. Með þriggja tíma fyr­ir­vara opnuðum við húsið og leyfðum þeim að koma sem liðu illa og vildu tæki­færi til að spjalla. Þá ákváðum við að hafa húsið opið áfram til að ræða þessi mál og jafn­vel leggja á ráðin hvernig hægt sé að bregðast við.

Þetta er nýtt fyr­ir okk­ur. Öll okk­ar ár höf­um við starf­rækt sjálfs­hjálp­ar­hópa fyr­ir kon­ur sem hafa verið beitt­ar of­beldi. En við höf­um ekki starf­rækt stuðnings­hópa vegna ástands­ins í sam­fé­lag­inu. En það ger­um við nú með ánægju,“ seg­ir Guðrún og bæt­ir við að hún sé bjart­sýn á að breyt­ing­um verði náð fram á rétt­ar­kerf­inu.

„Ég hef alltaf mikla trú á gras­rót­inni. Þaðan koma venju­lega sterk­ar kröf­ur um breyt­ing­ar sem síðar verða að veru­leika.“

Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta.
Guðrún Jóns­dótt­ir, talskona Stíga­móta. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Í hegningarlögum er ekki vikið að nauðgunum vegna gáleysis.
Í hegn­ing­ar­lög­um er ekki vikið að nauðgun­um vegna gá­leys­is. Ljós­mynd/​Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu
Guðrún segir vitund samfélagsins vera að vakna gagnvart stöðu kynferðisbrotamála …
Guðrún seg­ir vit­und sam­fé­lags­ins vera að vakna gagn­vart stöðu kyn­ferðis­brota­mála í rétt­ar­kerf­inu.
Maðurinn var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands.
Maður­inn var sýknaður í Héraðsdómi Suður­lands. mbl.is
Í Druslugöngunni er deilt á orðræðuna sem fylgir oft þegar …
Í Druslu­göng­unni er deilt á orðræðuna sem fylg­ir oft þegar fjallað er um kyn­ferðis­brot. mbl.is/Þ​órður Arn­ar Þórðar­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka