Þingfundi lauk um miðnætti

Þingfundi lauk skömmu eftir miðnætti
Þingfundi lauk skömmu eftir miðnætti

Þingfundi lauk á Alþingi klukkan sjö mínútur yfir miðnætti í nótt en greidd voru atkvæði um fjárlagafrumvarpið eftir aðra umræðu. Þingfundur hefst að nýju klukkan 10. 

Fjárlaganefnd kemur saman til fundar klukkan 8:45 og allsherjar- og menntamálanefnd fundar klukkan 9 og verða málefni útlendinga meðal efnis á fundinum.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að annarri umræðu um fjárlagafrumvarp fjármálaráðherra fyrir árið 2016 lauk kl. 15:41 í gær og hafði fyrsta og önnur umræða þá staðið í samtals 92 klukkustundir. Fyrsta umræða stóð í 16 klukkustundir og 11 mínútur og önnur umræða í 75 klukkustundir og 50 mínútur.

Við fyrstu umræðu var fjöldi ræðumanna 42 þingmenn og við aðra umræðu var fjöldi ræðumanna 51. Samtals var ræðufjöldi í fyrstu og annarri umræðu 1.752 ræður.

Til samanburðar þá tók fjárlagaumræðan, allar þrjár umferðirnar og atkvæðagreiðsla, árið 2012 fyrir árið 2013 alls um 80 klukkustundir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka