Fangarnir óskuðu eftir nafnleynd

Frá aðalmeðferð í Al Thani-málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Frá aðalmeðferð í Al Thani-málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Eggert

Magnús Guðmundsson, Ólafur Ólafsson og Sigurður Einarsson, sem allir hlutu dóm í Al Thani- málinu fóru fram á nafnleynd þegar þeir kvörtuðu undan störfum Páls Egils Winkel fangelsismálastjóra. Umboðsmaður taldi þó ekki unnt að verða við því. 

Þetta kemur fram í niðurlagi bréfs Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis, til Páls sem greint var frá í fjölmiðlum í gærkvöldi. 

Frétt mbl.is: Kvartað undan fangelsismálastjóra

Þar segir:

„Ég tel rétt að vekja athygli yðar á því að í niðurlagi kvörtunarinnar vísa sem hana bera fram til þess að erindi þeirra varði viðkvæm mál og óska því eftir að nafnleyndar þeirra verði gætt við meðferð málsins eftir því sem lög heimila,“ skrifar Tryggvi.

Samkvæmt 9. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis, skal umboðsmaður, þegar hann ákveður að taka kvörtun til meðferðar, skýra stjórnvaldi frá efni hennar nema hætta sé á að rannsókn kunni að torveldast af þeim sökum.

„Þar sem efni kvörtunarinnar beinist að upplýsingagjöf í máli sem tilteknir einstaklingar áttu aðild að og framgöngu yðar og ummælum gagnvart þeim tel ég í samræmi við framangreint lagaákvæði ekki unnt að viðhafa nafnleynd um þá sem standa að kvörtuninni gagnvart fangelsismálstofnun og yður vegna meðferð málsins,“ segir í bréfi Tryggva.

Tryggvi vill fá svar eigi síður en 1. febrúar nk.  

Frétt mbl.is: Mátti Moore mynda á Kvíabryggju?

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert