Bæjarstjórinn launahærri en forsetinn

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ.
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ. mbl.is/Golli

Gunn­ar Ein­ars­son, bæj­ar­stjóri Garðabæj­ar, er með hærri laun en for­seti Íslands, sam­kvæmt tekju­blaði Frjálsr­ar versl­un­ar. Bæj­ar­stjór­inn er sagður með rúm­ar 2,3 millj­ón­ir króna í mánaðarlaun og er launa­hæsti sveit­ar­stjórn­ar­maður lands­ins. Til sam­an­b­urðar er Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son sagður með tæp­ar 2,3 millj­ón­ir króna í laun á mánuði.

Auk Gunn­ars er það aðeins Jens Garðar Helga­son, formaður bæj­ar­ráðs Fjarðarbyggðar og formaður Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, sem nær yfir tvær millj­ón­ir króna í mánaðar­tekj­ur af sveit­ar­stjórn­ar­mönn­um á lista Frjálsr­ar versl­un­ar.

Fyr­ir neðan þá tvo kem­ur Sturla Böðvars­son, bæj­ar­stjóri Stykk­is­hólms, með 1,9 millj­ón­ir króna í laun á mánuði, svo Ólaf­ur Þór Gunn­ars­son, bæj­ar­full­trúi í Kópa­vogi, með hátt í 1,8 millj­ón­ir, og Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar, með tæp­ar 1,7 millj­ón­ir.

Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, er næstlaunahæsti …
Jens Garðar Helga­son, formaður Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, er næst­launa­hæsti sveit­ar­stjórn­ar­maður lands­ins en hann er í leyfi frá störf­um sín­um fyr­ir Fjarðabyggð. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Í 6.-10. sæti list­ans eru svo þau Ármann Kr. Ólafs­son, bæj­ar­stjóri Kópa­vogs, Ásgerður Hall­dórs­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Seltjarn­ar­ness, Guðbrand­ur Ein­ars­son, for­seti bæj­ar­stjórn­ar Reykja­nes­bæj­ar, Ásta Stef­áns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Árborg­ar, og Mar­grét Friðriks­dótt­ir, for­seti bæj­ar­stjórn­ar Kópa­vogs, öll með á bil­inu 1,5 til 1,6 millj­ón­ir króna á mánuði.

Í blaðinu er birt­ur listi yfir tekj­ur rúm­lega 3.725 Íslend­inga. Könn­un­in bygg­ist á álögðu út­svari eins og það birt­ist í álagn­ing­ar­skrám. Frjáls versl­un árétt­ar að í ein­hverj­um til­vik­um kann að vera að skatt­stjóri hafi áætlað tekj­ur.

Tekið er fram að um út­vars­skyld­ar tekj­ur á ár­inu 2015 sé að ræða og þurfa þær ekki að end­ur­spegla föst laun viðkom­andi. „Mun­ur­inn get­ur fal­ist í laun­um fyr­ir setu í nefnd­um og önn­ur auka­störf og hlunn­indi vegna kauprétt­ar­samn­inga. Jafn­framt hafa marg­ir tekið út sér­eign­ar­sparnað en hann telst með í út­svars­skyld­um tekj­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert