Verkefnisstjóri neyðarmóttökunnar og lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum eru ekki sammála um hvort veita eigi fjölmiðlum upplýsingar um hugsanleg kynferðisbrot á þjóðhátíð. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu.
Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, hefur að sögn blaðsins haft samband við neyðarmóttökuna líkt og í fyrra og óskað eftir því að fjölmiðlum verði ekki gefnar upp upplýsingar um fjölda brota um verslunarmannahelgina.
Haft er eftir Hrönn Stefánsdóttur, verkefnastjóra neyðarmóttökunnar, að móttakan muni líkt og áður veita fjölmiðlum upplýsingar um fjölda þeirra mála sem koma upp.