Ræðir um áhrif leiðtogafundarins

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. AFP

Ráðstefna verður hald­in í Há­skóla Íslands á laug­ar­dag­inn í til­efni þess að 30 ár eru liðin frá leiðtoga­fundi Ronald Reag­an og Mik­haíl Gor­bat­sjov í Höfða.

Ban Ki-moon, aðal­fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna, mun ávarpa ráðstefn­una, sem ber yf­ir­skrift­ina Arf­leifð og áhrif leiðtoga­fund­ar­ins.  Á ráðstefn­unni, sem er öll­um opin á meðan hús­rúm leyf­ir,  verður horft til áhrifa hans á alþjóðavísu og heima fyr­ir  en fund­ur­inn er af mörg­um tal­inn hafa markað upp­hafið að enda­lok­um kalda stríðsins. Þá verður horft fram á við og rætt um helstu áskor­an­ir í alþjóðamál­um, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu frá HÍ.

Háskóli Íslands.
Há­skóli Íslands. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Opn­un­ar­ávörp flytja Lilja Al­freðsdótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra og frú Vig­dís Finn­boga­dótt­ir, fyrrv. for­seti Íslands. Fyr­ir­les­ar­ar verða Al­bert Jóns­son sendi­herra og Silja Bára Ómars­dótt­ir, aðjunkt við Stjórn­mála­fræðideild Há­skóla Íslands. Pall­borðsum­ræður verða að lokn­um fyr­ir­lestr­um þeirra.

Ut­an­rík­is­ráðuneytið stend­ur að ráðstefn­unni í sam­starfi við Reykja­vík­ur­borg og HÖFÐA Friðar­set­ur Reykja­vík­ur­borg­ar og Há­skóla Íslands. Hún verður hald­in í Hátíðarsal Há­skóla Íslands, nk. laug­ar­dag frá kl. 15:00 – 18:00, og fer fram á ís­lensku og ensku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert