Samkvæmt heimildum mbl.is hafa náðst samningar á milli fulltrúa útgerðarinnar annars vegar og Sjómannasambands Íslands og Verkalýðsfélags Vestfirðinga hins vegar.
Enn er verið að ræða við fulltrúa Sjómannafélags Íslands.
Hins vegar gengu fulltrúar Sjómanna- og verkalýðsfélags Grindavíkur út af fundi samninganefndar sjómanna um klukkan ellefu í kvöld. Lýstu þeir því yfir að þeir myndu taka samningsumboðið heim í hérað.