Nauðgun var kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu seint í nótt. Samkvæmt heimildum mbl.is er fórnarlambið bandarísk stúlka sem var gestur á hóteli í miðbæ Reykjavíkur.
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, staðfesti að nauðgun hefði verið kærð í samtali við mbl.is.
Grímur sagði að málið væri á algjöru frumstigi og verið væri að vinna í rannsókninni.