Dómari víkur í Glitnismáli

Málið er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur
Málið er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur mbl.is

Dómsformaður í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hefur vikið sæti í málinu með úrskurði sínum í dag. Verjendur í málinu höfðu gert athugasemdir við Sigríður Hjaltested héraðsdómari væri dómsformaður þar sem eiginmaður hennar hafi verið starfsmaður bankans á þeim tíma sem meint brot ákærunnar áttu sér stað. Þetta kom fram við uppkvaðningu úrskurðar í málinu í dag.

Ekki hefur nýr dómsformaður verið skipaður við málið og er það því komið í bið. Áður hafði Sigríður Hjaltested tekið við málinu af Arngrími Ísberg sem hafði verið settur dómari í málinu og setið þingfestingu og nokkrar fyrirtökur. Í október kom aftur á móti fram í fyrirtöku að Sigríður hefði tekið við málinu í fjarveru Arngríms.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert