Tregða vitna tefur rannsóknina

Salan á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum 2003 er aftur komin …
Salan á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum 2003 er aftur komin í sviðsljósið. mbl.is/Jim Smart

Lögð hefur verið fram á Alþingi tillaga að breytingu á þingsályktun um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupum á eignarhlut í Búnaðarbanka Íslands.

Rann­sóknin snýr að þátt­töku þýska bank­ans Hauck & Auf­häuser Pri­vat­bankiers í kaup­um á stór­um hlut í Búnaðarbanka Íslands á ár­inu 2003, en þingsályktunartillaga þess efnis var lögð fram á vormánuðum.

Frétt mbl.is: Rannsókn á aðkomu þýska bankans

Samkvæmt henni átti rannsókninni að ljúka fyrir lok þessa árs. Í breytingartillögunni, sem gert er ráð fyrir að ræða á Alþingi í dag, segir hins vegar að illa hafi gengið að fá vitni fyrir rannsóknarnefndina.

„Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar til forseta Alþingis, dags. 8. desember 2016, sbr. 2. mgr. 12. gr. laga um rannsóknarnefndir, er gerð grein fyrir framgangi rannsóknarinnar. Kemur þar fram að nefndin hafði ráðgert, sem lokaþátt í rannsókn sinni, að boða tilgreind vitni til skýrslutöku 11. nóvember 2016,“ segir í tillögunni.

Yrðu kvödd fyrir héraðsdóm

„Þegar kom í ljós að þau höfnuðu slíku eða sinntu því ekki óskaði nefndin eftir því, sbr. 2. mgr. 8. gr. laga um rannsóknarnefndir, að þau yrðu kvödd fyrir héraðsdóm sem vitni til þess að svara spurningum um rannsóknina.

Viðbrögð vitnanna við óskum rannsóknarnefndarinnar um upplýsingar hafa leitt til þess að tafir hafa orðið á störfum rannsóknarnefndarinnar og fyrirsjáanlegt er að nefndinni mun ekki takast að ljúka rannsókninni innan þeirra tímamarka sem ákveðin eru í ályktun Alþingis.“

Breyta þurfi því texta þriðju málsgreinar ályktunarinnar, svo að hún orðist svo: „Rannsókninni ljúki svo fljótt sem verða má.

Þingfundur hefst klukkan 13.30 í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert