Birgitta fór til Moskvu og hitti Snowden

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­flokks­formaður Pírata, fór ný­lega í stutta ferð til Moskvu til þess meðal ann­ars að hitta upp­ljóstr­ar­ann Edw­ard Snowd­en. Þó hann vilji helst fara til Banda­ríkj­anna gegn lof­orði um að hann fái rétt­lát rétt­ar­höld, þá seg­ir Birgitta að Snowd­en sé til­bú­inn að koma til Íslands. Þetta var haft eft­ir henni í Spegl­in­um í kvöld.

Snowd­en sótti um rík­is­borg­ara­rétt hér á landi og í fleiri lönd­um eft­ir að hann lak miklu magni leyniskjala árið 2013. Flúði hann til Hong Kong í Kína og þaðan síðar til Moskvu í Rússlandi þar sem hann hef­ur haldið til síðan.

Sagði Birgitta að staða Snowd­en í Rússlandi núna væri ekki eins ör­ugg og áður og ekki sé vitað hvað taki við þegar Don­ald Trump setj­ist á for­seta­stól.

Pírat­ar lögðu árið 2013 fram frum­varp ásamt þing­mönn­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Bjartri framtíð og Vinstri græn­um um að Snowd­en fengi rík­is­borg­ara­rétt hér á landi. Ekk­ert varð úr því.

Edward Snowden er búsettur í Rússlandi en dvalarleyfi hans rennur …
Edw­ard Snowd­en er bú­sett­ur í Rússlandi en dval­ar­leyfi hans renn­ur út á næsta ári. AFP

Þegar Birgitta var spurð hvort það væru ekki bara draumór­ar í henni að Snowd­en fengi rík­is­borg­ara­rétt hér miðað við póli­tískt lands­lag sagði hún að hún væri ekki að kalla eft­ir þessu fyr­ir ára­mót. Aft­ur á móti teldi hún að hefja ætti þessa sam­ræðu. „Ég skamm­ast mín ekki fyr­ir að vera með stóra draum,“ sagði Birgitta og vísaði til máls Bobby Fis­her og að hann hafi fengið hér rík­is­borg­ara­rétt þegar hann þurfti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert