Verkbann á vélstjóra 20. janúar

Verkbann á vélstjóra er yfirvofandi.
Verkbann á vélstjóra er yfirvofandi.

„Við erum að reyna að meta stöðuna, átta okkur á því hvaða atriði urðu þess valdandi að kjarasamningurinn var felldur,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður vélstjóra og málmtæknimanna (VM).

Félagsmenn hittast nú um land allt til að undirbúa næstu skref í kjaraviðræðum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Næsti fundur samninganefnda fer fram 5. janúar hjá ríkissáttasemjara.

SFS tilkynnti VM á dögunum að sett yrði verkbann á félagsmennina 20. janúar. „Ég bjóst við þessu, þeir eru að búa sig undir að þetta verði hörð átök og þá er þetta bara eðlilegt ferli af þeirra hálfu,“ segir Guðmundur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert