„Mannréttindahetja og ekki glæpamaður“

Íslandsdeild Amnesty International afhenti fulltrúum bandaríska sendiráðsins 7.773 undirskriftir í …
Íslandsdeild Amnesty International afhenti fulltrúum bandaríska sendiráðsins 7.773 undirskriftir í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Full­trú­ar banda­ríska sendi­ráðsins á Íslandi tóku fyrr í dag á móti und­ir­skrift­um 7.773 Íslend­inga sem kalla eft­ir því að Barack Obama banda­ríkja­for­seti veiti Edw­ard Snowd­en sak­ar­upp­gjöf. Íslands­deild Am­nesty In­ternati­onal stóð að und­ir­skrif­a­söfn­un­inni en mál Edw­ards Snowd­en var hluti af bréfam­araþoni Am­nesty árið 2016.

„Íslend­ing­ar gripu til aðgerða til að kalla eft­ir því að Barack Obama [Banda­ríkja­for­seti] náði Edw­ard Snowd­en, þar sem Am­nesty álít­ur hann vera mann­rétt­inda­hetju og ekki glæpa­mann,“ seg­ir Anna Lúðvíks­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Íslands­deild­ar Am­nesty In­ternati­onal.

Frétt mbl.is: Átta þúsund und­ir­skrift­ir Íslend­inga

Edward Snowden hefur verið í útlegð í Rússlandi síðustu ár …
Edw­ard Snowd­en hef­ur verið í út­legð í Rússlandi síðustu ár en hann á yfir höfði sér ára­tuga­lang­an fang­els­is­dóm í Banda­ríkj­un­um. AFP

Edw­ard Snowd­en flúði Banda­rík­in í júní 2013, eft­ir að hann af­hjúpaði að Þjóðarör­ygg­is­stofn­un Banda­ríkj­anna (NSA) fylgd­ist með síma- og net­notk­un í 193 lönd­um víðsveg­ar um heim­inn. Að sögn Önnu komu aðgerðir Snowd­en af stað umræðu um geðþótta­eft­ir­lit sem leiddi til laga­breyt­inga í Banda­ríkj­un­um og varð til þess að tæknifyr­ir­tæki á borð við Apple gera nú meira til að vernda per­sónu­upp­lýs­ing­ar not­enda.

„Hann var í raun­inni með al­menna­hags­muni í huga. Það var nátt­úr­lega verið að fremja mann­rétt­inda­brot með því að fylgj­ast með sím­um, tölvu­póst­um, vef­mynda­vél­um og bara einka­lífi fólks. Þetta var í raun­inni bara eins og yf­ir­völd væru heima í stofu hjá fólki.“

Anna  seg­ir Am­nesty von­ast til þess að Obama nýti sína síðustu daga í embætti til að náða Snowd­en en Don­ald Trump tek­ur við sem for­seti Banda­ríkj­anna föstu­dag­inn 20. janú­ar. Spurð um hvort eitt­hvað sé vitað um hvernig banda­rísk yf­ir­völd munu bregðast við ákall­inu seg­ir Anna erfitt að setja til um það.

„Þegar for­set­ar láta af embætti er auðvitað spurn­ing hvort þeir sjái tæki­færi til að láta eitt­hvað gott af sér leiða und­ir lok tíma­bils­ins. Ég held að við get­um ekk­ert spáð fyr­ir um viðbrögðin en auðvitað von­umst við bara til þess að þau verði já­kvæð.“

Sam­keppni meðal fram­halds­skóla

Að sögn Önnu hef­ur Íslands­deild Am­nesty In­ternati­onal efnt til sam­keppni meðal fram­halds­skóla lands­ins síðustu ár um besta ár­ang­ur­inn á Bréfam­araþoni sam­tak­anna.

„Nítj­án fram­halds­skól­ar skráðu sig til leiks þetta árið og skrifuðu mennt­skæl­ing­ar 19.874 aðgerðakort til ell­efu landa. […] Þetta árið var ákveðið að efna líka til keppni meðal fé­lags­miðstöðva á Íslandi og tóku alls ell­efu fé­lags­miðstöðvar þátt og söfnuðu 5.766 und­ir­skrift­um.“

Sam­tals söfnuðu ís­lensk ung­menni því 25.640 und­ir­skrift­um í Bréfam­araþon­inu, meðal ann­ars 2.330 und­ir­skrift­um fyr­ir mál Edw­ards Snowd­en. „Án ung­menn­anna væri Bréfam­araþon Am­nesty ekki eins öfl­ugt og raun ber vitni,“ seg­ir Anna.

Sem fyrr seg­ir voru und­ir­skrift­ir Íslands­deild­ar­inn­ar alls 7.773 tals­ins en und­ir­skrift­ir Am­nesty In­ternati­onal á heimsvísu eru orðnar 769.609.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert