Tölvuþrjótar sendu póst á viðskiptavini Símans

Hefð er fyrir því að starfsmenn Símans skipti um lykilorð …
Hefð er fyrir því að starfsmenn Símans skipti um lykilorð á þriggja mánaða fresti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tölvu­póst­ur, sem var til­raun netþrjóta til vef­veiða, var send­ur í nafni starfs­manns Sím­ans til tengiliða hans sem m.a. eru viðskipta­vin­ir fyr­ir­tæk­is­ins. Þetta staðfest­ir Gunn­hild­ur Arna Gunn­ars­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Sím­ans.

Hún seg­ir Sím­ann hafa nú í kvöld varað þá við sem fengu póst­inn. „Við höf­um beðið þá sem fengu póst­inn merkt­an starfs­manni okk­ar vel­v­irðing­ar vegna óþæg­ind­anna sem hann kann að hafa valdið.“

Um var að ræða svo nefnd­an „phis­hing“-póst og seg­ir Gunn­hild­ur Arna í skrif­legu svari að vef­veiðar, eins það nefn­ist á ís­lensku, sé ein af þeim ógn­un­um sem net­not­end­ur þekkja orðið marg­ir. Mark­miðið sé oft­ast það sama: að kom­ast yfir per­sónu­upp­lýs­ing­ar, eins og lyk­il­orð, kred­it­korta­núm­er og slíkt.

Mæla með að skipta um lyk­il­orð

„Við mæl­um með því að viðtak­end­ur pósts­ins skipti um lyk­il­orð og hafi sam­band við tölvuþjón­ustu sína hafi þeir opnað slóðina þar,“ seg­ir hún.

Starfs­fólk Sím­ans hafi því verið látið skipta um lyk­il­orð í kjöl­far máls­ins og það sé hefðbundið verklag við aðstæður sem þess­ar. Þess utan seg­ir Gunn­hild­ur Arna hefð fyr­ir því að starfs­menn Sím­ans skipti um lyk­il­orð á þriggja mánaða fresti.

Hún bæt­ir við að aldrei sé of oft brýnt fyr­ir fólki að opna ekki síður, pósta eða mynd­bönd gagn­rýn­is­laust. „Svona veiðar geta valdið óskunda en við fyrstu sýn sér­fræðinga Sím­ans virðast áhrif­in ekki önn­ur en um­rædd­ur póst­ur. Þeir úti­loka þó ekk­ert og vinna að því að meta þau.“

Ekki hafi hins veg­ar verið tal­in ástæða til að til­kynna Cert-IS, netör­ygg­is­deild Póst- og fjar­skipta­stofn­un­ar, um málið.

Sím­inn starfi eft­ir vottuðum verk­ferl­um þegar kem­ur að upp­lýs­inga­ör­yggi og fyr­ir­tækið prófi m.a. hvort starfs­menn opni um­hugs­un­ar­laust pósta til að lág­marka lík­ur á svona til­vik­um.

Sím­inn sé þá líka með víru­svarn­ir og varn­ir sem greina óeðli­lega hegðun til að bregðast við mál­um sem þess­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert