Varar við auknum netsvikum

Óprúttnir aðilar fara ýmsar vafasamar leiðir í netsvikum.
Óprúttnir aðilar fara ýmsar vafasamar leiðir í netsvikum. mbl.is/Brynjar Gauti

Full ástæða er til þess að ætla að netsvik muni fær­ast í vöxt á Íslandi á næstu árum. Þetta er mat Her­manns Þ. Snorra­son­ar, sér­fræðings hjá Lands­bank­an­um, sem vís­ar til reynslu ná­grannaþjóða af netsvik­um. Sam­kvæmt gögn­um Seðlabanka Evr­ópu hafi korta­svik auk­ist um 13% milli ára í ríkj­um ESB.

„Það er vax­andi tíðni til­rauna til fjár­svika í lönd­un­um í kring­um okk­ur. Það er ekki ástæða til að ætla að ástandið verði öðru­vísi hér á landi þegar fram í sæk­ir. Net­glæp­ir eru risa­vax­inn iðnaður. Það má segja að það hafi orðið viss kúltúr­breyt­ing hjá svika­hröpp­um á síðustu 5-7 árum. Áður var meira ein­blínt á vírusa og aðra slíka óværu. Nú er meira sótt að mann­eskj­unni sjálfri með gylli­boðum og fölsuðum tölvu­póst­um. Þetta er orðin þróaðri starf­semi.

Það er full ástæða til þess að vara Íslend­inga við því að þessi bylgja muni koma hingað. Við höf­um á viss­an hátt verið í skjóli fyr­ir netsvik­um vegna fjár­magns­hafta. Það á þó ekki við um net­versl­un, þar höf­um við verið út­sett fyr­ir þess­ari hættu.“

Spreng­ing í net­versl­un

Fram hef­ur komið að net­versl­un á Íslandi hafi sjö­fald­ast frá ár­inu 2012. Her­mann bend­ir á að þá eigi eft­ir að gera ráð fyr­ir greiðslu fyr­ir ýmsa þjón­ustu sem ekki komi fram í þess­um töl­um, til dæm­is leyf­is­gjöld hug­búnaðar, mánaðar­gjöld efn­isveitna og ýmsa skýjaþjón­ustu. Hann bend­ir á að sjálfsaf­greiðslu­stig sé afar hátt í ís­lenskri bankaþjón­ustu. Í fyrra hafi fyr­ir­tæki sem eiga í viðskipt­um við Lands­bank­ann greitt 94,5% allra greiðslna á eig­in spýt­ur. Hlut­fallið sé enn hærra hjá ein­stak­ling­um sem skipta við bank­ann.

Hermann Þ. Snorrason.
Her­mann Þ. Snorra­son.

Her­mann seg­ir til­raun­um til fjár­svika hjá fyr­ir­tækj­um hafa fjölgað. „Fyr­ir­tæk­in þurfa að sjá til þess að netör­ygg­is­mál séu á sama stalli og önn­ur ör­ygg­is­mál. Fræðsla og for­varn­ir þurfa að vera jafn sjálf­sagðar og brunaæf­ing­ar,“ seg­ir Her­mann.

Her­mann seg­ir ýmis ráð gagn­ast til að verj­ast netsvik­um. Lands­bank­inn muni á næstu dög­um birta upp­lýs­inga­efni og góð ráð til að auka ör­yggi á vefn­um.

Reynt að blekkja viðtak­anda

Berg­sveinn Samp­sted, fram­kvæmda­stjóri Korta­út­gáfu­sviðs Valitor, seg­ir aðspurður að und­an­far­in miss­eri hafi borið tals­vert á svo­kölluðum vef­veiðum (e. phis­hing).

„Slík­ar árás­ir, þar sem þrjót­ar sigla und­ir fölsku flaggi til að kom­ast yfir upp­lýs­ing­ar, eru vel þekkt­ar hér á landi. Þær eru aðallega í formi tölvu­póst­send­inga þar sem reynt er að blekkja viðtak­anda pósts­ins og veiða hann í þá gildru að smella á hlekk, eða bregðast við tölvu­póst­in­um með ein­um að öðrum hætti. Oft­ar en ekki eru þess­ir tölvu­póst­ar með vörumerki þekkts fyr­ir­tæk­is til að auka á trú­verðug­leika,“ seg­ir Berg­sveinn og tek­ur dæmi.

Eru að verða betri í ís­lensku

„Ný­legt dæmi um árás sem þessa eru tölvu­póst­ar, sem líta út fyr­ir að koma frá þekktu fyr­ir­tæki, þar sem viðkom­andi er til­kynnt að hann hafi of­greitt reikn­ing og eigi að fá end­ur­greitt inn á greiðslu­skort sitt. Þetta er sí­gild út­gáfa af svindli þar sem viðtak­andi pósts­ins er beðinn um að slá inn all­ar upp­lýs­ing­ar um kortið sitt. Það er rétt að taka það fram að ekk­ert al­vöru fyr­ir­tæki mundi í raun vinna svona og það eru ýms­ar viðvör­un­ar­bjöll­ur sem ættu að hringja í kolli okk­ar við svona pósta, jafn­vel þótt vörumerki þekkts fyr­ir­tæk­is birt­ist á skján­um. Í fyrsta lagi eru svona póst­ar oft­ast á slakri ís­lensku og þótt ís­lensku­kunn­átta þrjót­anna hafi batnað eru samt alltaf ein­hverj­ar vill­ur. Í öðru lagi sést strax að maður er ekki á heimasíðu viðkom­andi fyr­ir­tæk­is held­ur á síðu sem hef­ur oft mjög langt og skrýtið nafn.“

Bergsveinn Sampsted.
Berg­sveinn Samp­sted.

Net­greiðslum fjölg­ar mikið

Árið 2015 fóru fram 3.378.729 net­greiðslur er­lend­is í gegn­um Valitor. Það var 48% aukn­ing milli ára. Árið 2016 voru greiðslurn­ar orðnar 3.897.206 og var það 15% aukn­ing frá fyrra ári.

Vegna umræðu um ör­yggi snerti­lausra viðskipta vill Berg­sveinn koma því á fram­færi að Valitor hafi ekki fengið nein skjalfest dæmi, hvorki hér á landi né ann­ars staðar, um að óprúttn­ir aðilar hafi svikið fé af greiðslu­korti með snerti­lausri virkni á meðan kortið sé enn í vörslu kort­hafa. Margra ára reynsla sé af notk­un snerti­lausra korta í ná­granna­lönd­um og ör­yggi þeirra óum­deilt.

Þekki selj­and­ann
» Her­mann seg­ir hægt að styðjast við 10 góð ráð til að auka ör­yggi í net­versl­un.
» Gott sé að kynna sér selj­anda vör­unn­ar áður en gefn­ar séu upp korta­upp­lýs­ing­ar.
» Forðast beri að nota sama lyk­il­orðið á mörg­um vefsíðum og þá sé rétt að nota lyk­il­orð sem erfitt sé að giska á.
» Gott sé að fylgj­ast með færsl­um í net­banka og forðast að smella á hlekki í fjöl­pósti eða aug­lýs­ing­um á net­inu. Betra sé að fara beint inn á vef­versl­un.
» Muna þurfi að skrá sig út af vefsíðum net­versl­un­ar og forðast að versla á opnu neti á kaffi­hús­um, flug­völl­um eða slík­um stöðum. Nota beri vandaðar greiðslu­leiðir og forðast að vista korta­upp­lýs­ing­ar á net­inu.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert