Thomas áfrýjar dómi

Thomas Möller Olsen leiddur fyrir dómara í ágúst.
Thomas Möller Olsen leiddur fyrir dómara í ágúst. mbl.is/Eggert

Verjandi Thomasar Møller Olsen hefur fyrir hans hönd áfrýjað niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness. Þar var Thomas dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir að hafa myrt Birnu Brjáns­dótt­ur 14. janú­ar á þessu ári og stórfellt fíkniefnabrot.

Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur staðfest þetta við mbl.is en RÚV greindi fyrst frá áfrýjuninni.

Héraðssak­sókn­ari ákærði Thom­as fyr­ir mann­dráp, sam­kvæmt 211. grein al­mennra hegn­ing­ar­laga, en hann var einnig ákærður fyr­ir stór­fellt fíkni­efna­laga­brot, sem varðar við 173. grein  sömu laga. Thom­as var sak­felld­ur fyr­ir bæði brot en í dómn­um er ekki gerður grein­ramun­ur á refs­ing­unni.

Hann hafði sam­kvæmt ákæru rúm­lega 20 kíló af kanna­bis­efn­um til umráða um borð í tog­ar­an­um Pol­ar Nanoq, þar sem hann var skip­verji. Efn­in hugðist hann flytja til Græn­lands í ágóðaskyni. Sak­sókn­ari krafðist þess að Thom­as yrði dæmd­ur til refs­ing­ar og greiðslu alls sak­ar­kostnaðar og að fíkni­efn­in yrðu gerð upp­tæk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka