Sýslumaðurinn í Reykjavík féllst nú síðdegis á kröfu Glitnis HoldCo um að lögbann yrði sett á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media, sem byggir á gögnum innan úr fallna bankanum. Þetta staðfestir Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnis HoldCo, í samtali við mbl.is.
Sagði Ingólfur fulltrúa sýslumannsembættisins og Glitnis enn vera á skrifstofu Stundarinnar og að ekki liggi enn fyrir hvort hald fáist lagt á gögnin, sem Ingólfur segir stolin.
Fyrr í dag sendi Glitnir HoldCo ehf. frá sér fréttatilkynningu þess efnis að farið hefði verið fram á það sl. föstudag við sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu að lögbann yrði lagt við birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media ehf. á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum er varða einkamálefni verulegs fjölda fyrrverandi viðskiptavina Glitnis sem eru því bundnar bankaleynd.
Þar kom einnig fram að, að Glitnir hafi ráðið breska lögmannsstofu til að gæta hagsmuna sinna vegna umfjöllunar The Guardian sem byggi á sömu gögnum