Samþykkja lögbann á fréttaflutning Stundarinnar

Sýslumaður samþykkti lögbannsbeiðni Glitnis HoldCo á fréttaflutninginn.
Sýslumaður samþykkti lögbannsbeiðni Glitnis HoldCo á fréttaflutninginn. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Sýslumaðurinn í Reykjavík féllst nú síðdegis á kröfu Glitnis HoldCo um að lögbann yrði sett á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media, sem byggir á gögnum innan úr fallna bankanum. Þetta staðfestir Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnis HoldCo, í samtali við mbl.is.

Sagði Ingólfur fulltrúa sýslumannsembættisins og Glitnis enn vera á skrifstofu Stundarinnar og að ekki liggi enn fyrir hvort hald fáist lagt á gögnin, sem Ingólfur segir stolin.

Fyrr í dag sendi Glitn­ir HoldCo ehf. frá sér fréttatilkynningu þess efnis  að farið hefði verið fram á það sl. föstudag við sýslu­mann­sembættið á höfuðborg­ar­svæðinu að lög­bann yrði lagt við birt­ingu Stund­ar­inn­ar og Reykja­vík Media ehf. á frétt­um eða ann­arri um­fjöll­un sem byggja á eða eru unn­ar úr gögn­um er varða einka­mál­efni veru­legs fjölda fyrr­ver­andi viðskipta­vina Glitn­is sem eru því bundn­ar banka­leynd.

Þar kom einnig fram að, að Glitn­ir hafi ráðið breska lög­manns­stofu til að gæta hags­muna sinna vegna um­fjöll­un­ar The Guar­di­an sem byggi á sömu gögn­um

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert