Þetta var bara allur pakkinn

Björgunarsveitir þurftu víða að festa niður lausamuni sem fuku á …
Björgunarsveitir þurftu víða að festa niður lausamuni sem fuku á byggingarsvæðum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Um 260-70 björg­un­ar­sveit­ar­menn hjá Slysa­varna­fé­lag­inu Lands­björg sinntu yfir 300 verk­efn­um víðsveg­ar á land­inu í ofsa­veðrinu sem gekk yfir í gær. Verst var ástandið á suðvest­ur­horn­inu, á Reykja­nesi og höfuðborg­ar­svæðinu. Að sögn Ágústs Svans­son­ar, aðal­varðstjóra hjá Lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, voru 190 verk­efni skráð hjá lög­reglu, slökkviliði og björg­un­ar­sveit­um á höfuðborg­ar­svæðinu, auk þess sem upp komu um 20 til­vik tengd vatnsleka og öðru slíku sem slökkviliðið þurfti að sinna.

„Það voru meira og minna all­ar sveit­ir kallaðar út,“ seg­ir Jón­as Guðmunds­son hjá Lands­björg. „Það voru kallaðar út björg­un­ar­sveit­ir frá Vest­manna­eyj­um, Sel­fossi og svo all­an hring­inn norður á Ak­ur­eyri þar sem björg­un­ar­sveit­ir komu til bjarg­ar níu manna fjöl­skyldu sem býr í skútu við höfn­ina.“

Þurfti að láta fjúka í ein­hverj­um til­fell­um

Jón­as seg­ir al­mennt hafa gengið vel í gær. „Þetta var nokkuð hefðbundið að mörgu leyti. Þetta voru 5-10 trampólín og svo var þetta bara all­ur pakk­inn,“ seg­ir hann. Bygg­ing­ar­svæðin sem út­köll bár­ust vegna hafi þó verið mun fleiri en und­an­far­in ár og Ágúst tek­ur í sama streng. „Það var óvenju­mikið af verk­efn­um tengd­um vinnusvæðum þar sem ekki hafði verið gengið nógu vel frá stillöns­um, lausa­mun­um og bygg­ing­ar­efni,“ seg­ir Ágúst.

Bátur losnaði frá bryggju í Keflavík í veðrinu í gær
Bát­ur losnaði frá bryggju í Kefla­vík í veðrinu í gær Ljós­mynd/​Vík­ur­frétt­ir

Jón­as seg­ir að í ein­hverj­um til­fell­um hafi held­ur ekki verið talið óhætt að sinna verk­efn­um á slík­um stöðum og því verið ákveðið að láta still­ansa og lausa­muni fjúka og skemma þá það sem þeir fuku á.

Mesti kúf­ur­inn í út­köll­um var að sögn Ágústs frá 16-21 í gær. Hann seg­ir tjónið sam­an­lagt vera mikið, en ekki sé vitað til þess að mikl­ar skemmd­ir hafi orðið á ein­verj­um ein­um stað. „Það er held­ur ekki vitað til þess að neinn hafi slasast,“ seg­ir hann.

Það verður svo verk­efni trygg­inga­fé­lag­anna að fara í tjóna­mat í dag.

Björg­un­ar­sveit­irn­ar stóðu fyr­ir sölu á neyðarkall­in­um um og í kring­um helg­ina og er þetta ekki í fyrsta skipti sem sölu hans ber upp á óveðurs­helgi. Jón­as seg­ir söl­una ekki hafa liðið fyr­ir veðrið, en henni hafi að mestu hafa verið lokið á laug­ar­deg­in­um og hafi líkt og áður gengið vel. „Við erum gríðarlega þakk­lát­ir fyr­ir þann stuðning sem við finn­um þar,“ seg­ir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert