Fagna flugi en vilja hætta með strætó

Flugvöllurinn á Akureyri. Fundarmenn fögnuðu hugmyndum um um niðurgreiðslu á …
Flugvöllurinn á Akureyri. Fundarmenn fögnuðu hugmyndum um um niðurgreiðslu á innanlandsflugi, en töldu ekki grundvöll fyrir áframhaldandi almenningssamgöngum. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Eyþing, sam­band sveit­ar­fé­laga í Eyjaf­irði og Þing­eyj­ar­sýsl­um, tel­ur ekki grund­völl fyr­ir áfram­hald­andi rekstri al­manna­sam­gangna, nema til komi stór­aukið fram­lag frá rík­inu til rekstr­ar­ins. Var ákveðið á aðal­fundi sveit­ar­fé­lag­anna að fela stjórn Eyþings að nýta upp­sagn­ar­á­kvæði samn­ings­ins.

Fram komn­um hug­mynd­um um um niður­greiðslu á inn­an­lands­flugi var hins veg­ar fagnað á fund­in­um og var skorað á stjórn­völd að fylgja því máli eft­ir.

Í álykt­un fund­ar­ins kom þá fram að mik­il­vægt væri að tryggja fjár­magn til áfram­hald­andi upp­bygg­ing­ar sam­göngu­mann­virkja í lands­hlut­an­um. Þá lögðu fund­ar­menn sér­staka áherslu á að tryggt yrði fjár­magn til að klára Detti­foss­veg og til upp­bygg­ing­ar á flug­hlaði á Ak­ur­eyr­arflug­velli.

„Auk þessa ít­rek­ar fund­ur­inn áður fram­komn­ar álykt­an­ir Eyþings um mik­il­vægi þess að koma upp­bygg­ingu veg­ar um Langa­nes­strönd og Brekkna­heiði með bundnu slit­lagi inn á fram­kvæmda­áætl­un.“

Ástand í orku­mál­um á Norður­landi eystra er hins veg­ar sagt vera al­gjör­lega óviðun­andi. „Ráðast þarf í stór­átak í end­ur­nýj­un og styrk­ingu dreifi­kerf­is raf­orku lands­ins til að bæta sam­keppn­is­stöðu at­vinnu­lífs í lands­hlut­an­um. Mik­il­vægt er að stjórn­völd skýri regl­ur og mark­mið og stuðli að betri sátt um upp­bygg­ingu dreifi­kerf­is raf­orku,“ seg­ir í álykt­un­inni.

Þá skoruðu fund­ar­menn á stjórn­völd að stuðla að lækna­námi við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og auka fjár­veit­ing­ar til iðn- og tækni­náms á fram­halds- og há­skóla­stigi á svæðinu. Einnig sé brýnt að hefja bygg­ingu legu­deilda við Sjúkra­húsið á Ak­ur­eyri, tryggja fjár­magn til rekst­urs hjúkr­un­ar­heim­ila og að dag­gjöld séu miðuð við þær kröf­ur sem gerðar eru til rekstr­ar­ins.

Sókn­aráætlan­ir voru enn frem­ur sagðar hafa sannað sig sem öfl­ugt verk­færi í byggðamál­um og mik­il­vægt væri að stjórn­völd hvikuðu ekki frá því verklagi sem í þeim fæl­ist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert