Símtal Davíðs og Geirs rætt

Seðlabankinn.
Seðlabankinn. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Bankaráð Seðlabanka Íslands kom saman til fundar í gær til að ræða birtingu Morgunblaðsins á símtali Davíðs Oddssonar, þáverandi bankastjóra Seðlabankans, og Geirs Haarde, þáverandi forsætisráðherra, frá 6. október 2008.

Þórunn Guðmundsdóttir, formaður bankaráðs, segir að fundarmenn hafi fengið upplýsingar um símtalið en bankinn skoðar nú hvernig það lak til fjölmiðla.

„Við fengum fullt af upplýsingum en eins og komið hefur fram í fréttum er bankinn enn að skoða málið.“ Hún segir að fundarmenn hafi ekki fengið endurrit af símtalinu en bankinn sé að rekja sig í gegnum feril þess og hvernig það lak frá bankanum eða öðrum. „Hvenær þeirri skoðun lýkur veit ég ekki, örugglega á næstu dögum,“ segir Þórunn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert