Veðurviðvaranir enn í fullu gildi

Veðurútlit á hádegi í dag, föstudag.
Veðurútlit á hádegi í dag, föstudag.

Veður­stof­an vek­ur at­hygli á því að viðvar­an­ir eru í gildi víða um land fram eft­ir degi og aust­an­til fram á laug­ar­dag. Útlit er fyr­ir norðan­hvassviðri eða -storm, 15-23 m/​s, næsta sól­ar­hring með snjó­komu eða élja­gangi á norðan- og aust­an­verðu land­inu, roki eða jafn­vel ofsa­veðri suðaust­an­til. Það dreg­ur úr vindi og ofan­komu norðvest­an­til með morgn­in­um, en hvess­ir fyr­ir aust­an, 20-28 m/​s, seinnipart­inn.

Úrkomu­laust að kalla verður á sunn­an- og vest­an­verðu land­inu, en bú­ast má við vara­söm­um vind­strengj­um við fjöll. Það dreg­ur þó smám sam­an úr vindi og ætti að verða orðið skap­legt veður und­ir kvöld. Eru ferðalang­ar því hvatt­ir til að kynna sér vel færð á veg­um hjá Vega­gerðinni, veður­spár og viðvar­an­ir áður en lagt er í hann. 

Spáð er að veðrið gangi niður í nótt og á morg­un, laug­ar­dag.

Um miðja næstu viku er að sjá að hlýni dá­lítið en nokk­ur óvissa er upp hvenær og hve lengi það gæti staðið.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert