Tveir fyrir dómara en þriðja sleppt

mbl.is/Þorsteinn Ásgrímsson

Tveir Pólverjar, sem hafa verið í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á umfangsmiklu smygli og framleiðslu á fíkniefnum, fjársvik og peningaþvætti hér á landi, verða leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur nú rétt á eftir þar sem ákvörðun verður tekin um áframhaldandi varðhald. Þriðja manninum, sem handtekinn var í tengslum við málið, var sleppt síðastliðinn miðvikudag. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir mönnunum rennur út í dag.

Menn­irn­ir eru grunaðir um að hafa komið ólög­lega fengnu fé inn í rekst­ur fyr­ir­tækja á Íslandi. Rann­sókn máls­ins hófst árið 2014 í Póllandi en ís­lenska lög­regl­an kom inn í rann­sókn­ina haustið 2016. 

Menn­irn­ir þrír voru hand­tekn­ir í aðgerð sér­sveit­ar rík­is­lög­reglu­stjóra klukk­an sex að morgni 12. des­em­ber síðastliðinn, en alls voru 20 manns hand­tekn­ir þann dag í sam­ræmd­um aðgerðum lög­reglu­yf­ir­valda á Íslandi, í Póllandi og Hollandi. Íslenska lög­regl­an lagði hald á fimm bíla, inni­stæður í bönk­um og eign­ar­hluti í fyr­ir­tækj­um ásamt því að kyrr­setja fast­eign­ir í eigu hinna hand­teknu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert