Úrskurðaðir í þriggja vikna einangrun

Frá blaðamannafundi lögreglu og embætti tollstjóra þar sem greint var …
Frá blaðamannafundi lögreglu og embætti tollstjóra þar sem greint var frá viðamikilli alþjóðlegri lögregluaðgerð sem fór að stórum hluta fram hér á landi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mennirnir tveir sem hafa verið í gæslu­v­arðhaldi í tengsl­um við rann­sókn á um­fangs­miklu smygli og fram­leiðslu á fíkni­efn­um, fjár­svik og pen­ingaþvætti hér á landi hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 12. janúar.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer fram á framlengt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna.  Mennirnir munu því verða áfram í einangrun. 

Þriðja mann­in­um, sem hand­tek­inn var í tengsl­um við málið, var sleppt síðastliðinn miðviku­dag.

Mennirnir, sem eru pólskir ríkisborgarar, voru handteknir í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda fyrir tíu dögum. Rannsókn málsins teygir anga sína til bæði Póllands og Hollands og er unnin í samvinnu við þarlend lögregluyfirvöld, auk Europol og Eurojust.

Menn­irn­ir eru grunaðir um að hafa komið ólög­lega fengnu fé inn í rekst­ur fyr­ir­tækja á Íslandi. Rann­sókn máls­ins hófst árið 2014 í Póllandi en ís­lenska lög­regl­an kom inn í rann­sókn­ina haustið 2016.

Frétt mbl.is: Illa fengið fé í íslensk fyrirtæki

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu miðar rannsókn málsins vel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert