Fjárveiting tryggð til ILS-aðflugsbúnaðar

Akureyrarflugvöllur
Akureyrarflugvöllur mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Þörf er á full­komn­ari aðflugs­búnaði á Ak­ur­eyr­arflug­velli ef hann á að geta þjónað reglu­legu milli­landa­flugi eins og heima­menn vilja. Þá er þörf á því að stækka flug­stöðina og flug­hlaðið.

Þetta kom fram í viðtöl­um við Arn­heiði Jó­hanns­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Markaðsstofu Norður­lands, og Hjör­dísi Þór­halls­dótt­ur flug­vall­ar­stjóra í vik­unni.

Til­efnið var að flug­vél ferðaskrif­stof­unn­ar Super Break frá Ed­in­borg með um 200 farþega um borð varð að hætta við lend­ingu vegna veðurs, en dimmt él gerði þegar vél­in átti að lenda. Lent var í Kefla­vík og fóru farþegar norður með rútu.

Þá voru 185 Bret­ar sem komið höfðu með öðru flugi ferðaskrif­stof­unn­ar strandaglóp­ar á Ak­ur­eyri um tíma vegna flugaðstæðna. Super Break hyggst fljúga reglu­lega til Ak­ur­eyr­ar á næst­unni, en ekki er hægt að úti­loka að veður muni áfram hamla ein­staka flugi yfir vetr­ar­tím­ann, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Fyr­ir norðan segja menn að ná­kvæmn­isaðflugs­búnaður (ILS – Instrumental Land­ing System) fyr­ir aðflug úr norðri hefði senni­lega getað tryggt eðli­lega lend­ingu bresku vél­ar­inn­ar. Slík­ur búnaður kost­ar 70 til 100 millj­ón­ir króna. Þor­vald­ur Lúðvík Sig­ur­jóns­son, fram­kvæmda­stjóri flug­fé­lags­ins Circle Air, full­yrti á Face­book að stjórn­völd hefðu ekki sýnt áhuga á því að viðhalda eða byggja upp innviði flugs á Íslandi, aðra en Kefla­vík, á und­an­förn­um árum. Um það vitnaði óbreytt fjár­hæð til mála­flokks­ins frá 2007, sem þýddi raun­lækk­un upp á um 35%.

„Isa­via hef­ur lagt það til við stjórn­völd að ILS-aðflugs­búnaði verði komið fyr­ir á Ak­ur­eyr­arflug­velli. Það er til meðferðar hjá sam­gönguráðuneyt­inu. Mögu­lega væri hægt að koma fyr­ir eldri búnaði á vell­in­um sem er í eigu Isa­via en ekki í notk­un en það er háð samþykki stjórn­valda. Isa­via tel­ur þó ráðleg­ast að setja upp nýj­an búnað,“ sagði Guðjón Helga­son, upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via, í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær.

„Hvað flug­stöðina á Ak­ur­eyri varðar er ljóst að með fjölg­un ferðamanna sem fara um Ak­ur­eyr­arflug­völl, m.a. með bresku ferðaskrif­stof­unni Super Break og mögu­lega öðrum er­lend­um aðilum, er hún í nú­ver­andi mynd ekki nógu stór til að taka á móti þeim fjölda fólks. Vilji Isa­via er að byggt verði við flug­stöðina en það er rík­is­valds­ins, sem eig­anda henn­ar og flug­vall­ar­ins, að taka ákvörðun um hvort og þá hvernig það verði gert.“

 ILS á fjár­lög­um 2018

Njáll Trausti Friðberts­son alþing­ismaður, sem starfaði sem flug­um­ferðar­stjóri á Ak­ur­eyri í ald­ar­fjórðung, seg­ist lengi hafa bar­ist fyr­ir ILS-aðflutn­ings­búnaði. Hann sagði að það væri sinn skiln­ing­ur að fjár­veit­ing til þess væri tryggð í fjár­lög­um sem samþykkt voru fyr­ir ára­mót. „Ég lít svo á að þetta mál sé í góðu ferli núna miðað við þau minn­is­blöð sem ég er með frá ráðuneyt­inu í tengsl­um við fjár­laga­gerðina,“ sagði hann í gær.

Njáll Trausti sagði að ljóst væri að flug­stöðin sjálf væri orðin of lít­il og mætti sjá þess merki á anna­tím­um þegar inn­an­lands­flug eitt ætti í hlut. Þar þyrftu að verða úr­bæt­ur og einnig þyrfti að stækka flug­hlaðið. Aðflutn­ings­búnaður­inn hefði for­gang en síðan þyrfti að snúa sér að þess­um úr­bót­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert