Ályktað um aðflug

Akureyrarflugvöllur
Akureyrarflugvöllur mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Sveit­ar­stjórn Eyja­fjarðarsveit­ar samþykkti á fundi sín­um að taka und­ir bók­un Ferðamála­fé­lags Eyja­fjarðar um að tryggja þurfi ör­uggt aðflug að Ak­ur­eyr­arflug­velli.

„Sveit­ar­stjórn Eyja­fjarðarsveit­ar tek­ur und­ir bók­un Ferðamála­fé­lags Eyja­fjarðar og skor­ar á sam­göngu­yf­ir­völd og þing­menn kjör­dæm­is­ins að bregðast við þannig að ör­uggt aðflug verði tryggt að Ak­ur­eyr­arflug­elli úr báðum átt­um.

Álykt­un Ferðamála­fé­lags Eyja­fjarðar er efn­is­lega eft­ir­far­andi:

"Ferðamála­fé­lag Eyja­fjarðarsveit­ar hvet­ur sam­göngu­yf­ir­völd þegar í stað til að koma fyr­ir nauðsyn­leg­um tækja­búnaði á Ak­ur­eyr­arflug­velli sem trygg­ir ör­uggt aðflug að vell­in­um úr báðum átt­um.

Í dag er ferðaþjón­ust­an á Íslandi að þró­ast í tvö svæði sem stöðugt gliðnar á milli. Ann­ars veg­ar "heita svæðið" Suður- og Vest­ur­land og hins veg­ar "kalda svæðið" Vest­f­irðir, Norður­land og Aust­ur­land. Í ljósi breyttr­ar ferðahegðunar er­lendra ferðamanna er ljóst að VNA-svæðið nær ekki til sín þeirri aukn­ingu sem greina má á SV-svæðinu, held­ur hafa gist­inæt­ur frek­ar dreg­ist sam­an.

Til að sporna við þessu er eitt stærsta hags­muna­málið að fá inn á svæðin beint áætl­un­ar­flug frá út­lönd­um. Að því hef­ur verið unnið hér á Norður­landi í mörg ár og því skýt­ur það skökku við að loks­ins þegar úr fer að ræt­ast skuli sam­göngu­yf­ir­völd ekki standa bet­ur að mál­um og tryggja að all­ur nauðsyn­leg­ur búnaður sé til staðar. Það er engu lík­ara en þau hafi sofið á verðinum.

Við hvetj­um sam­gönguráðherra til að bregðast við þegar í stað og tryggja að Ak­ur­eyr­arflug­völl­ur verði full­bú­inn tækj­um og mann­virkj­um til að hægt verði að efla ferðaþjón­ust­una á svæðinu."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert